- Advertisement -

Fordómar Fréttablaðsins

Sigurjón Þórðarson skrifar:

„Þetta eru meira og minna sömu strákarnir sem hafa reynslu af fiskveiðum á minni bátum en hafa síðan reynt fyrir sér í ferðamennsku.“

Ritstjórar Fréttablaðsins bergmála gjarnan sjónarmið SA í leiðaraskrifum sínum. Í dag er fjallað með afar fordómafullum hætti um það litla frelsi sem ríkir til fiskveiða á Íslandi, þ.e. strandveiðikerfið. Samtök atvinnulífsins hafa lengi haft horn í síðu kerfisins, enda kann Þorsteinn Már Baldvinsson sem ræður nánast öllu í SA þegar komið er að sjávarútvegsmálum, sér ekki magamál.

Ein rangfærslan sem haldið hefur verið fram um meinta ókosti strandveiða er fiskurinn sé meira og minna ormétinn og eyðileggi allt markaðsstarf. Þessi rangfærsla sem Fréttablaðið virðist kokgleypa stenst engan veginn, þar sem strandveiðiaflinn er ekki verri en svo að hann er seldur á miklu mun hærra verði á opnum fiskmarkaði, en það sem stórútgerðin fær greitt fyrir sinn fisk í föstum viðskiptum, þrátt fyrir meintan ávinning órofinnar virðiskeðju stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna.

Í ljósi ofangreindra staðreynda væri miklu nær að auka frelsi til fiskveiða enda er borðleggjandi að frelsið skilar verðmætari fiski á land.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það að Fréttablaðið og væntanlega SA stilli upp skeggjuðum strandveiðumönnum og hipsterum sem sigla um með ferðamenn sem einhverjum andstæðingum hlýtur að vera byggt á einhverjum allsherjar misskilningi. Þetta eru meira og minna sömu strákarnir sem hafa reynslu af fiskveiðum á minni bátum en hafa síðan reynt fyrir sér í ferðamennsku.

Það sem meira er að þegar flæði ferðamanna hætti tímabundið í kófinu var nokkur fjöldi umræddra ferðaþjónustubáta nýttur sem strandveiðibátar sl. sumar.

Vonandi mun Fréttablaðið gefa Arthúri Bogasyni formanni Landssambandi Smábátaeigenda tækifæri til svara í blaðinu. Það eru tækifæri til mikils ávinnings í sjávarútvegi en þau felast í frelsinu og endurskoðun á nýtingarstefnu sem er alls ekki að gera sig.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: