- Advertisement -

Frá sjálfstæði undir hæl Samherja

Gunnar Smári skrifar: Litla Moskva er mjög áhugaverð heimildarmynd eftir Grím Hákonarson þar sem sagt er frá uppbyggingu sjálfstæðs samfélags í Norðfirði og niðurbrot þess fyrir ekkert, annað en einhvers konar hugmyndalega fátækt. Norðfirðingar höfðu allt í höndum sér, áttu kvótann og atvinnutækin, en gáfu það frá sér og búa nú undir hælnum á Samherja.

Í myndinni koma fram ýmsar útgáfur af blekkingum nýfrjálshyggjunnar. Meðal annars að fólk á Norðfirði hafi skort frumkvæði vegna mikils félagslegs rekstrar. Samt sýnir sagan að á tímabili félagslegs rekstrar var allur andskotinn byggður upp á Norðfirði, en eftir hann lítið sem ekkert. Norðfjörður er orðinn útibúsbær, eins og svo margir bæir á landsbyggðinni, þar sem fyrir tiltölulega stuttu síðan flestar ákvarðanir um þróun samfélagsins voru teknar innan bæjar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: