- Advertisement -

Frændi James Bond

Ámundi Ámundason.

Ámundi Ámundason er dáinn. Ég vann stundum með Áma. Þekkti hann vel og hafði oft gaman af „stælunum„ í honum.

Í síðustu áhöfn Alþýðublaðsins sáluga var ég fréttastjóri og Ámi auglýsingastjóri. Það var hljóðbært og stundum heyrði ég þegar Ámi var selja auglýsingarnar. Eitt sinn var skammt til páska. Ég heyrði Áma segja: „Ef þú gengur ekki frá þessu núna þá kem ég heim til þín um páskana.“ Stutt þögn. „Þú færð síðu þrjú. Blessaður.“

Eitt sinn hafði Ámi ekki komið til vinnu í nokkra daga. Það kostaði að ég og blaðamennirnir; Kolbrún Bergþórsdóttir og Þóra Kristín Árnadóttir urðum að skrifa því meira efni. Ritstjórinn, Össur Skarphéðinsson, var þingmaður og oftast bundinn þingmennskunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Loks kom Ámi til vinnu. Hann fór í hádegismat og kom ekki aftur fyrr en klukkan að verða fjögur. Ég hafði orð á þessu við hann. Ámi svaraði mér: „Ég fór á Kaffi Reykjavík í hádeginu. Þegar ég gekk inn á staðinn, stóð maður upp og gekk til mín. Hann spurði hvort ég væri frændi James Bond. Ég sagði bara já.“

Engar auglýsingar seldust þann daginn.

Ámundi gekk ekki hinn breiða veg. Hann skilur eftir sig margskonar minningar.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: