- Advertisement -

Fráleitt af Sigmundi að reyna að þagga niður í Bolla

Því miður er það svo að það eru miklu fleiri hópar sem upplifa sig svikna af borgaryfirvöldum.

Gunnar Smári skrifar:

Sérkennilegt samtal. Sigmundur Erni spyr Bolla Kristinsson og skipulagsmál og reynslu sína af ólíkum borgarstjórum en reynir svo að þagga niður í honum þegar Bolli lýsir skoðun sinni á Dagi B. Eggertssyni. Ég get vitnað um að álit Bolla á Degi sker sig ekki neitt frá áliti kaupmanna við Laugarveginn almennt.

Þegar ég flutti í hverfið aftur gekk ég á milli verslana og heyrði hljóðið í kaupmönnum, ég var eiginlega sleginn yfir því hversu rækilega borgaryfirvöld höfðu fengið fólkið upp á móti sér. Og því miður er það svo að það eru miklu fleiri hópar sem upplifa sig svikna af borgaryfirvöldum, að yfirstjórn borgarinnar gefi akkúrat ekkert fyrir álit þeirra, hagsmuni og væntingar. Það er því fráleitt af Sigmundi að reyna að þagga niður í Bolla, hann er ekki að gera annað en enduróma álit stórs hluta borgarbúa á Degi og yfirstjórn borgarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: