- Advertisement -

Fulltrúaráð er ekki hlutafélag

Opið bréf til Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Birgir Dýrfjörð skrifar:

Vegna tillagna til breytinga á samþykktum fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem lagðar verða fyrir allt að 400 manna aðalfund 25.þ. þm.  Vil ég vekja athygli á, að fulltrúaráðinu er ekki ætlað að starfa á sama vettvangi og flokksfélögin.

Fulltrúaráðið er samstarfsvettvangur 7 sjálfstæðra flokksfélaga í Reykjavík, sem hafa samkvæmt lögum flokksins, fullt sjálfdæmi um störf sín.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eftir stofnun Samfylkingarinnar náðust samningar milli aðildarfélaganna 7 í Reykjavík um samþykktir (lög) um  starfshætti fulltrúaráðs. Á grundvelli þeirra samþykkta var núverandi fulltrúaráð stofnað. Það hefur starfaði eftir þeim samþykktum, og lengst af með farsælum hætti.

Undir forustu fyrstu formanna fulltrúaráðsins,  Páls Halldórssonar og Þorbjarnar Guðmundssonar, nægðu samþykktir fulltrúaráðsins algjörlega til að ná þeim tilgangi, sem til var stofnað.

 Tilgangur fulltrúaráðsins var aðeins einn.  Að tryggja að sjálfstæðu flokksfélögin, sem eru sjö í Reykjavík, komi sameinuð að framboði Samfylkingarinnar til Alþingis og sveitastjórnarkosninga.

Fulltrúaráðið var stofnað til að vinna það verk. Annað ekki.

Ég bið fólk að hugleiða hvað gæti gerst ef sú sameining verður rofin eða löskuð.

Hvaða gáttir er þá verið að opna?

Ég vék að því í upphafi að fulltrúaráðið starfar ekki eins og flokksfélag, og enn síður eins og sumir álíta, að það starfi eins og hlutafélag.  Þar sem stærstu hluthafar hafa flest atkvæði og telja sig geta í krafti stærðar breytt leikreglum og valtað yfir samþykktir, sem þó eru ekkert á þeirra forræði.

Strangt til tekið ætti öllum, sem til samninga þekkja að vera ljóst,  að ógerlegt er að breyta gerðum samningi  um samþykktir fulltrúaráðsins án aðkomu viðkomandi samningsaðila.

Þeir samningsaðilar eru aðildarfélögin 7 í Reykjavík, hvert fyrir sig, sem stofnuðu Fulltrúaráðið.

Án samþykkis þeirra eru breytingar á samþykktum fulltrúaráðsins  ógildar gagnvart þeim.

Tilraunir til að breyta samþykktum fyrir hönd fólks sem er í öðrum félögum, eru ekki í anda þess lýðræðis okkar jafnaðarmanna, sem var leiðaljós við stofnun fulltrúaráðs Samfylkingarinnar.

Þær eru tilraunir til yfirgangs yfir félaga sína. Þær sundra og kljúfa í stað þess að samfylkja.

Es.

Ég mun ekki mæta á aðalfund FSR og hef gert formanni þess grein fyrir því. 

En eftir framlagðar tillögur um lagabreytingar og líklegra eftirmála, verði þær samþykktar.

 Þá tel  ég mér skylt að vekja athygli á þeim göllum, sem í þeim og málsmeðferð þeirra felast.

                                        Með kveðju. Birgir Dýrfjörð.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: