- Advertisement -

Gamla fólkið og grásleppan

Grásleppumálið kristallar að Sjálfstæðisflokkurinn er eingöngu í erindisgjörðum fyrir nokkur stórfyrirtæki í sjávarútvegi.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, telur það ásættanlega áhættu að opna landið fyrir ferðamönnum og útsetja aldraða og landsmenn í áhættuhópi fyrir lífshættulegri Covid-veiru. Hún segir það vera gert í þágu atvinnulífsins og blæs á varúðarsjónarmið lækna.

Á sama tíma þá telur Þórdís K.R. Gylfadóttir enga ástæðu til þess að setja þrýsting á auknar grásleppuveiðar, þó svo að sýnt sé fram á að ráðleggingar Hafró séu byggðar á röngum útreikningum og í mótsögn við nákvæmari mælingar á stofnstærð grásleppunnar

Ekki ætla ég að deila á Þórdísi um hvað sé ásættanleg áhætta fyrir gamla fólkið, enda hafa forsendur áhættumatsins sem ríkisstjórnin byggir á, ekki enn verið birtar.
Í ljósi þess hve létt er skautað um í að auka áhættu sem snýr að lífi landsmanna, kemur verulega á óvart hve varaformaður Sjálfstæðisflokksins stendur fast á því að ekki eigi að taka neina áhættu varðandi grásleppustofninn. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki hnika í neinu áhættumati Hafró og halda í ráðgjöf sem er bæði vitlaust reiknuð og byggð á vafasamri líffræði.
Þetta grásleppumál kristallar að Sjálfstæðisflokkurinn er eingöngu í erindisgjörðum fyrir nokkur stórfyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Samherja og blæs síðan á hagsmuni minni aðila í útvegi, m.a. í heimabæ varaformannsins á Akranesi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: