- Advertisement -

Gjafagjörningur Engeyjarfrænda til Garðabæjar?

- Sigurður Ingi, formaður Framsóknar, óskar eftir þingumræðu um sölu Vífilsstaðalandsins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, vill þingumræðu um sölu ríkisins á

Vífilsstaðalandi til Garðabæjar. Þetta kemur fram á Facebooksíðu formannsins.

Sigurður færir rök fyrir að verðmæti jarðarinnar sé allt annað og meira en ríkið fær fyrir söluna. Hann vitnar í gamla frétt því til

Gamla fréttin sem Sigurður Ingi vitnar til í skrifum sínum.

staðfestingar. Sjá hér til hliðar.

Sigurður Ingi hefur óskað eftir umræðu við Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra um málið.

Þá var verð á hektara fyrir rúmum 15 árum um 10 milljónir (núvirt 20 milljónir+).  Nú gera þeir Engeyjarfrændur samning við Garðabæinn sinn um sölu á ca 2,5 milljónir hektarann. Órætt í þinginu hvort ekki væri skynsamlegt að halda eftir lóð undir nýtt þjóðarsjúkrahús, skrifar Sigurður Ingi.

Og hann bætir við; enn og aftur finnst fjármálaráðherra þingið bara vera fyrir – en ekki sjálfsagður vettvangur fyrir skoðanaskipti og grundvöll ákvarðanatöku.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: