- Advertisement -

Gjaldþrotum fækkaði

Nýskráðum einkahlutafélögum á árinu 2014 fjölgaði um 6% samanborið við fyrra ár. Alls voru 2.050 ný félög skráð á árinu. Mest fjölgun nýskráninga var í flokknum Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi, eða sem nemur 33%. Gjaldþrotum einkahlutafélaga á árinu 2014 fækkaði um 14% frá fyrra ári. Alls voru 795 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á árinu, samanborið við 920 árið áður. Gjaldþrotum í flokknum Fasteignaviðskipti hefur fækkað mest, eða um 36%.

Sjá nánar hjá Hagstofu Íslands


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: