- Advertisement -

Gleymdi því sem átti aldrei að fyrirgefast

Sigurjón skrifar:

Og fleira? Já, þeim stjórnmálamönnum sem hefðu staðið að því að Geir Haarde var dreginn fyrir Landsdóm.

Hinir fimm, sem greiddu atkvæði með því að draga Geir Haarde einan fyrir Landsdóm, eru: Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Oddný Harðardóttir.

Bjarni Benediktsson kom einu sinni, sem oftar, til mín í þáttinn Sprengisandi á Bylgjunni. Samtalið breyttist í smá glímu. Bjarna var heitt í hamsi.

Hann sagði þar að sumt í pólitíkinni myndi hann aldrei fyrirgefa. Hvað? spurði ég. Svarið var efnislega á þá leið að þeim stjórnmálafólki sem hefði staðið að breytingum á lögum um Seðlabankann. Ég spurði hvort það væri vegna þess að lögin dugðu til að koma Davíð Oddssyni úr bankanum. Eins og ég man þetta, svaraði Bjarni mjög ákveðið að það myndi aldrei fyrirgefast.

Og fleira? Já, þeim stjórnmálamönnum sem hefðu staðið að því að Geir Haarde var dreginn fyrir Landsdóm.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…að Bjarni Benediktsson hafi haft geð í sér til að mynda ríkisstjórnir – nánast í pólitískum faðmlögum..

(Eftir þáttinn barði Bjarni með flötum lófa og sagði að ég léti sig alltaf segja of mikið. Nú, hvað meinar þú? Bjarni sagði mig tala svo hratt að ætti til að elta mig og þá segði hann of mikið. Næst sagði hann að þetta væri gott fyrir mig en vont fyrir sig. Mér fannst alltaf gott að fá Bjarna í þáttinn. Auðvitað var þetta mikið hrós fyrir mig).

Jæja, hvers vegna rifja ég þetta upp. Jú, ég las Náttfara félaga Ólafs Arnarsonar skrifar á síðu Hringbrautar.

Ólafur lét sig hafa það og las nýja bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Ólafur skrifar:

„Í ljósi þessa er sérlega einkennilegt að Bjarni Benediktsson hafi haft geð í sér til að mynda ríkisstjórnir – nánast í pólitískum faðmlögum – með fólkinu sem tók þátt í því níðingsverki að draga formann Sjálfstæðisflokksins, Geir Haarde, einan fyrir Landsdóm og dæma hann þar. Ekki má gleymast, og er rifjað skýrt upp í bók Hannesar, að meðal þeirra sem kusu með því á Alþingi að draga Geir fyrir Landsdóm voru Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og vitanlega Steingrímur J. Sigfússon, sjálf köngulóin sem spann vefina, en hann var forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili – í boði Sjálfstæðisflokksins. Ætla má að mörgum svelgist á að rifja þetta upp við lestur bókarinnar um Landsdómsmálið.

Bjarni með þeim Katrínu og Sigurði Inga. Þau er samtaka tríó. Þrátt fyrir að Bjarni hafi aldrei ætlað að fyrirgefa þeim.

Tólf þingmenn af þeim sem sátu á Alþingi þegar Landsdómsmálið var þar til afgreiðslu eiga enn sæti á þingi. Sjö þeirra gegna nú ráðherraembættum, fjórir til viðbótar hafa áður verið ráðherrar og sá tólfti er nú forseti Alþingis.

Sjö úr þessum hópi greiddu atkvæði gegn því að Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, yrði dreginn fyrir Landsdóm. Þau eru: Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Birgir Ármannsson, Jón Gunnarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Hinir fimm, sem greiddu atkvæði með því að draga Geir Haarde einan fyrir Landsdóm, eru: Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Oddný Harðardóttir.

Án atbeina þeirra hefði þetta pólitíska fólskuverk ekki verið unnið. Vert er að hafa það í huga næst þegar Katrín, Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson koma fram saman – skælbrosandi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: