- Advertisement -

Gömlum blaðamanni blöskrar

Í Silfrinu var nokkuð rætt um Rauðagerðismorðið. Ekki síst hversu erfitt er að fá upplýsingar frá lögreglunni.

Björn Ingi Hrafnsson sagði réttilega að fjölmiðlar hafi breyst. Sem gamalreyndum blaðamanni tek ég hels hugar undir með Birni Inga. Það blaðamenni sem hefur ekki áunnið sér traust hið minnsta fimm innanhússfólks í Lögreglustöðinni á ekki mikla möguleika.

Það vitum við sem reynt höfum. Traust er ekki hægt að kaupa. Það vinnst inn hægt og rólega. Björn Ingi sagði réttilega að löggufréttir voru allt öðru vísi. Aldrei var beðið eftir tilkynningum. Það var hringt og það var farið og það var hringt og það var farið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í þessi ömurlega máli veit margt fólk það sem ekki er sagt. Að auki eru margir réttargæslumenn. Hver og einn þarf ekki að segja mikið svo myndin skýrist.

Það er afleitt að fjölmiðlar viti ekki meira en þeir segja. Mér, sem gömlum löggufréttamenni, blöskrar frammistaðan.

Kannski er ástæðan sú að áhugi fyrir glæpafréttum sé ekki eins mikill innan ritstjórna. Ekki er hægt að kenna um peningaleysi þegar fjöldi blaðamenna starfar við að skrifa viðskiptafréttir.

Ritstjórn verður að byggja upp traust hér og þar um samfélagið. Og muna að þeir heimildarmenn eru aumastir og verstir sem ætla að stjórna því sem verður skrifað. Slíkir eru einskis virði.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: