- Advertisement -

Græddi 3 milljarða og rak hundrað manns

Bankarnir hafa sogað upp úr þjóðlífinu um 2% af landsframleiðslu frá Hruni.

Gunnar Smári skrifar.

Gunnar Smári.

Banki sem græddi 3 milljarða króna á fyrri helming ársins rak í dag 100 manns til að bæta um um einum milljarði við hagnað sinn. Bankastjórinn barmaði sér yfir erfiðum rekstri og einkum fyrir að þurfa að borga skatt til ríkissjóðs. Og fjármálaráðherra tekur undir að lækka verði skatta á bankanna. Svo þeir geti grætt meira. Svona var ein fréttin hjá Ríkisútvarpinu í kvöld.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Við lifum sturlaða tíma. Þessi frétt var af samfélagi sem misst hefur vitið.

Hvað vilja mennirnir? Bankarnir hafa sogað upp úr þjóðlífinu um 2% af landsframleiðslu frá Hruni, meira en tvöfalt meira en t.d. í Bandaríkjunum, þar sem það er viðurkennd staðreynd í samfélagsumræðunni að bankarnir séu krabbamein á fólki og fyrirtækjum. Hér er hins vegar í alvörunni rætt um það í útvarpi ríkisins af fréttamönnum þar og af fjármálaráðherra, sem ætti að gæta hagsmuna almennings, að bankarnir fái ekki nóg, að tryggja þurfi þeim þyngra pund af líkama almennings. Við lifum sturlaða tíma. Þessi frétt var af samfélagi sem misst hefur vitið.

Ef eitthvert vit væri í fréttastofu Ríkissjónvarpsins hefði fréttin átt að snúast um fullkomið ábyrgðarleysi eigenda Arionbanka að segja upp 100 starfsmönnum þegar niðursveifla er hafin í efnahagslífinu til þess eins að auka hagnað bankans til að geta greitt sér meiri arð. Og fréttastofan hefði átt að afhjúpa innihaldsleysi þeirra kenninga sem fjármálaráðherrann byggir stefnu sína á, um að eðlilegt sé að reka fyrirtæki aðeins út frá hagsmunum hluthafa og getu þeirra til að greiða út arð, en ekki út frá hagsmunum starfsfólks, samfélags og umhverfis. Þau eru fá eftir í heiminum sem enn halda að fyrirtæki sé aðeins hægt að meta út frá arðgreiðslum til eigenda, en því miður stjórna þau Íslandi, sitja í ríkisstjórn, reka bankanna og segja okkur fréttir á vegum ríkisins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: