- Advertisement -

Græðgin, banabiti Laugavegar?

Uppsprengt leiguverð fælir verslanir frá Laugavegi.

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Kaupmenn við Laugaveg kvarta og óttast breytingar sem hugsanlega draga úr umferð um verslunargötuna. En hvað veldur að kaupmenn fara með sitt af Laugavegi? Er það ætlun borgarstjórnar að breyta Laugaveginum, fullt og fast, í göngugötu?

Ekki er það víst. Nú er fullyrt að fasteignir við Laugaveg hafi hækkað svo mikið í verði að enginn rekstur standi undir þeim kostnaði sem þarf til að standa undir yfirspenntu verði eigna við Laugaveg.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Forstjórinn Regins, sem er eigandi margar eigna á Hafnartorgi, segir eignir við Laugaveg vera mun dýrari en eignir til dæmis á Hafnartorgi.

„Við keyptum fermetrann á 430 þúsund krónur. Með kostnaði er fermetraverðið rúmlega 600 þúsund. Til samanburðar er fermetraverð á atvinnuhúsnæði á góðum stöðum í miðbænum allt að einni milljón króna. Það er helsta ástæða þess að Laugavegurinn er að gefa eftir. Fasteignir hafa gengið kaupum og sölum á of háu verði sem rekja má til væntinga um óraunhæfan vöxt í fjölda ferðamanna,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, í Markaði Fréttablaðsins.

Hann segir að á Hafnartorgi sé leiga lægri en til að mynda við Laugaveg.

Má vera að helsta orsök þess að Laugavegurinn gefi eftir sé græðgi síðustu ára, frekar en fyrirhugaðar breytingar á skipulagi götunnar, og nærliggjandi gatna? Sennilega er það bara rétt. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: