- Advertisement -

Greiðsluviðmiðin spegli útgjöldin

Neytendur „Þau viðmið sem við erum með eru unnin af Hagstofunni um raunveruleg útgjöldum íslenskra heimila,“ sagði Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra þegar talað var við hana í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gærdag, þegar hún var spurð hvort greiðsluviðmiðin séu rétt, þar sem fjöldi fólks stenst þau ekki.

„Þetta tengist mínu ráðuneyti og við höfum haldið utanum viðmiðin og uppfært þau reglulega, miðað við verðlagsþróun. Bankarnir og fjármálafyrirtæki sem eru að veita neytendalán eru að gera, er að fara að lögum um neytendalán, sem var breytt 2013, þar kemur fram að greiðslumat eigi að fara fram og miðast við opinber viðmið og ráðherra hefur reglugerðarheimild til að útfæra það enn frekar.“

Eygló nefndi einnig lánshæfi, þar sem horft er til greiðslusögu fólks. „Við verðum að horfast í augu við að fjöldi fólks kemst ekki í gegnum greiðslumat. Við erum með mjög vanþroskaðan leigumarkað þar sem eftirspurnin er langt umfram framboð. Fólk borgar háar fjárhæðir þess vegna.“

Eygló sagði stefnuna hafa verið að styðja frekar við þá sem kaupa, en þá sem leigja. Hún segir nú unnið að því að laga stöðu leigjenda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eygló var spurð hvort rétt sé að ekki samhengi milli greiðsluviðmiðina og lægstu launa. Ráðherra ítrekaði að neysluviðmiðin séu vel unnin og miði við raunveruleg útgjöld heimila. „Ég held að við getum öll verið sammála því að það þurfi að hækka launin.“ Hún sagði að gert sé ráð fyrir hækkandi kaupmætti. „Við getum alltaf gert betur.“ Hún sagði margt hafa verið gert til bóta, svo sem greiðsluviðmiðin, lög um neytendalan og framundan séu allsherjarbreytingar á skipan húsnæðismála.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: