- Advertisement -

Grímulaus ásýnd nútíma kapíalisma

Fólk á ekki fyrir lyfjum og biður líka um hjálp til að kaupa þau. Þá eiga útlendingar mjög erfitt.

Katrín  Baldursdóttir skrifar:

Grímulaus ásýnd nútíma kapíalisma sýnir sig nú kristaltært. Milljónamæringar sem raka saman peningum, borga sér arð og kaupa í eigin fyrirtækjum, sjúga til sín tugir milljóna úr ríkissjóði með hlutabótaleiðinni á meðan sífellt fleiri svelta og þurfa að leita til hjálparstofnana. Aldrei hafa eins margir beðið um aðstoð, fjölskyldur með börn og einstaklingar í algjörri neyð. Og búist er við að sífellt fleiri munu biðja um hjálp á næstunni. „Síðustu tvo mánuði fengu 564 einstaklingar og fjölskyldur sem búa við fátækt aðstoð hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Í mars og apríl í fyrra fengu 356 aðstoð.“
 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stærsti hópurinn sem ekki getur dregið fram lífið eru öryrkjar. Fólk á ekki fyrir lyfjum og biður líka um hjálp til að kaupa þau. Þá eiga útlendingar mjög erfitt.

Eigendur hinna ríku fyrirtækja víla ekki fyrir sér að sækja milljónir í sjóði ríkisins. Össur, Hagar, Skeljungur, Festi (N1,Elko,Krónan) eru góð dæmi. Skeljungur ákvað nú í dag að borga milljónirnar til baka. Forstjóri Festis sagði í fréttum RUV í kvöld að fyrirtækið stæði vel en það hefði samt verið ákveðið að nýta hlutabótaleiðina. Hann sagði það bara hreint út. Forstjórar hinna fyrirtækjanna láta ekki ná sig til að svara fyrir þessa gjörninga enda eru þetta stórkapítalistar sem telja sig ekki hafa gert neitt rangt. Svona er nú siðferðið í kapítalisma nútímans. Það er löngu kominn tími til að hafna þessu kerfi og skapa nýtt þar sem allir fá að lifa mannsæmandi lífi og með reisn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: