- Advertisement -

Gróf mannréttindabrot framin á Íslandi

Mannréttindabrotin á Íslandi eru óteljandi.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Íslendingar hafa undanfarið verið að berjast gegn mannréttindabrotum í öðrum löndum, einkum í Saudi- Arabíu. Barátta þessi hefur farið fram í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.

Þetta er gott og blessað en ég tel, að Íslendingar eigi fyrst að taka til heima hjá sér í mannréttindamálum. Það eru framin gróf mannréttindabrot á Íslandi á hverjum degi. Byrjum á að uppræta þau.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Og sjúkir eldri borgarar sendir landshorna á milli, slitnir frá ástvinum sínum. Það eru hrein og klár mannréttindabrot.

Þessi eru helstu brotin: Eldri borgarar, sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggingum, engan lífeyrissjóð eða aðrar tekjur fá svo naumt skammtað frá ríkinu, að þeir hafa ekki fyrir öllum framfærslukostnaði: Stórir útgjaldaliðir verða út undan eins og læknishjálp og lyf og stundum matur. Þetta er gróft mannréttindabrot.

6.000 börn á Íslandi búa við fátækt; þau búa ekki við eðlilegar aðstæður. Það er gróft mannréttindabrot.

Staða öryrkja, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum en engar aðrar tekjur er jafn slæm og verst stöddu eldri borgara og raunar er hún verri. Framin eru gróf mannréttindabrot á þeim daglega. Að ekki skuli vera búið að afnema krónu móti krónu skerðingu almannatrygginga, gagnvart öryrkjum, eins og lofað var haustið 2016 er mjög gróft mannréttindabrot, sem hefur kostað öryrkja tugi milljarða í kjaraskerðingu.

Vinnubrögðin, sem stjórnvöld hafa beitt gegn öryrkjum í þessu máli eru síðan önnur mannréttindabrot: Allar götur síðan haustið 2016 hafa öryrkjar verið beittir ofbeldi og þvingunum í þessu máli: Sagt hefur verið við þá af stjórnvöldum: Þið fáið ekki afnám krónu móti krónu skerðingar nema þið takið upp starfsgetumat; nákvæmlega sömu aðferðir og tíðkuðust í kommúnisma A-Evrópu og löndum nasismans.

Ættum við ekki að uppræta þessi vinnubrögð hér áður en við förum að vanda um fyrir Saudi-Arabíu? Þvingunaraðferðirnar sem notaðar voru af ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gegn öryrkjum haustið 2016 og um áramótin 2016/2017 hafa verið notaðar allar götur síðan en með stuðningi VG síðustu 15 mánuði.

Á sama tíma segir stjórn KJ, að hún sé að berjast fyrir auknum mannréttindum. Sveiattan!

Stjórn KJ hefur hert skrúfurnar gagnvart öryrkjum og notað ný vinnubrögð í valdbeitingu sinni. T.d. hefur verið veifað peningum gagnvart öryrkjum, mörgum milljörðum en síðan var þeim kippt aftur til baka. Allt er þetta gert til þess að kúga öryrkja til þess að taka upp starfsgetumat. Og VG, sem mælti gegn starfsgetumati í endurskoðunarnefnd almannatrygginga tekur þátt í þessari kúgun og valdbeitingu gegn öryrkjum! Á sama tíma eru haldnar fallegar ræður um nauðsyn aukinna mannréttinda!

Og sjúkir eldri borgarar sendir landshorna á milli, slitnir frá ástvinum sínum. Það eru hrein og klár mannréttindabrot. Stjórnvöld lýsa því yfir, að lífeyrir þessa fólks verði leiðréttur af þessum sökum. En ekkert gerist. Fólkið fær ekki leiðréttingu frá TR. Það er mannréttindabrot.

Aukin mannréttindabrot gagnvart öryrkjum og öldruðum hafa bæst við: Umboðsmaður alþingis hefur úrskurðað að aldraðir og öryrkjar, sem búið hafa lengi erlendis sæti svonefndri búsetuskerðingu hjá TR við útreikning lífeyris. Stjórnvöld lýsa því yfir, að lífeyrir þessa fólks verði leiðréttur af þessum sökum. En ekkert gerist. Fólkið fær ekki leiðréttingu frá TR.  Það er mannréttindabrot.

Mannréttindabrotin eru fleiri.  Svikist hefur verið um að reisa nægilega mörg hjúkrunarheimili. Biðlistar eru langir. Og sjúkir eldri borgarar sendir landshorna á milli, slitnir frá ástvinum sínum. Það eru hrein og klár mannréttindabrot. Það er lögbundið að sjá eigi sjúkum eldri borgurum fyrir sjúkrahúsvist eða hjúkrunarheimili. Mismunun í heilbrigðiskerfinu er einnig mikil. Eldri borgarar njóta ekki jafnréttis á við þá sem yngri eru þó svo eigi að vera. Þannig má áfram telja. Mannréttindabrotin á Íslandi eru óteljandi. Við þurfum ekki að blanda okkur í mannréttindabrot erlendis meðan svo er.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: