- Advertisement -

Guðlaugur Þór styður Hönnu Birnu

Stjórnmál „Að sjálfsögðu geri ég það,“ sagði Guðlaugur þór Þórðarson alþingsimaður í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þegar hann var spurður hvort hann styðji og treysti Hönnu Birnu Krisrtjánsdóttur innanríkisráðherra. Guðlaugur Þór sagðist ekki finna annað innan Sjálfstæðisflokksins.

„Málið er í ákveðnu ferli en það breytir því ekki að hún hefur stuðning allra sem ég hef talað við.“ Guðlaugur Þór vildi meina að málið væri fyrirferðameira í fjölmiðlum nú, það er á miðju sumri þegar almennt er minna að frétta, þegar ergúrkutíð.

„Værum við á öðru stað á almanakinu væri kannski annað mest áberandi í fréttum.
Er mögulegt að Hanna Birna gefist upp undan umræðunni og víki hennar vegna?

„Það yrði vond niðurstaða. Það verður að líta hlutlægt á málið. Þarna er verið að skoða ákveðinn hátt, ríkissaksóknari og umboðsmaður Alþingis eru að skoða spurningar vegna þess og í þeim farvegi er málið. Umræða á alltaf vera til staðar, en hún má ekki ráða úrslitum málsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: