- Advertisement -

Gunnar Bragi skemmtir sér yfir Framsókn

Nú er svo komið að einn af þess­um flokk­um er á góðri leið með að þurrk­ast út.

Gunnar Bragi Sveinsson, sem er hvoru tveggja formaður þingflokks og varaformaður Miðflokksins, sendir sínum gamla flokki, Framsóknarflokknum, skot í Moggagrein.

„Það er vand­séð í dag á hvaða leið sum­ir hina „gömlu“ stjórn­mála­flokka eru. Í rík­is­stjórn eru þrír flokk­ar sem eiga að vera ólík­ir að stefnu og gild­um en vand­séð er í dag hver er hvað. Lík­ur eru á að þess­ir þrír flokk­ar haldi áfram að líkj­ast hver öðrum enda all­ar til­raun­ir til ann­ars kæfðar í fæðingu. Nú er svo komið að einn af þess­um flokk­um er á góðri leið með að þurrk­ast út þrátt fyr­ir valdatafl sem átti að þýða end­ur­reisn. Þeir sem að því stóðu sitja nú í rík­is­stjórn, fast­ir í bergmálshvellinum.“

Gunnari Braga virðist skemmt yfir óförum síns gamla flokks. Hann skrifar um fleira.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Of marg­ir stjórn­mála­flokk­ar á Íslandi eru keim­lík­ir í dag og kepp­ast við að sækja sér fylgi í eitt­hvað sem þeir sjálf­ir skil­greina sem „frjáls­lyndi“. Þeir sem ekki eru sam­mála þeim eru po­púl­ist­ar, ein­angr­un­ar­sinn­ar, þjóðrembur o.s.frv. En gjarn­an eru það ein­mitt mestu po­púl­ist­arn­ir sem elta tíðarand­ann og sveifl­ast eins og vind­han­ar eft­ir fés­bók­inni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: