- Advertisement -

Hæstu veiðigjöldin koma úr Reykjavík

- samt eru þau kölluð „landsbyggðarskattur“.

Eðlilega stýrir Mogginn baráttunni fyrir lækkun veiðigjalda. Í leiðara Moggans í dag segir:

„Morg­un­blaðið ræddi í gær við nýj­an bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um, Írisi Ró­berts­dótt­ur, sem benti á mik­il­vægi sjáv­ar­út­vegs­ins fyr­ir sam­fé­lagið í Eyj­um, íbú­ana jafnt sem bæ­inn sjálf­an.“

Það er nú það. Ekki er annað að sjá en sjávarútvegurinn geri meira en að skrimta þrátt fyrir veiðigjöldin og sama er að segja um byggðina og mannífið í Eyjum. Svo því sé til haga haldið er það Reykjavík, og þá Reykvíkingar, sem borga mest í veiðigjöld.

Gefum Davíð orðið:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Íris hef­ur áhyggj­ur af álög­um rík­is­ins á sam­fé­lagið í Eyj­um: „Útgerðarfyr­ir­tæk­in í Eyj­um voru á fisk­veiðiár­inu sem lauk 1. sept­em­ber sl. að borga vel yfir einn millj­arð króna í veiðigjöld, sem er nærri tvö­föld­un frá ár­inu á und­an. Þess­ir pen­ing­ar væru bet­ur komn­ir hér í Eyj­um, þar sem þeir urðu til, en í rík­is­hít­inni. Þenn­an lands­byggðarskatt verður að lækka og breyta aðferðafræði við álagn­ing­una. Við treyst­um á að rík­is­stjórn­in og Alþingi standi við þau lof­orð í þess­um efn­um sem gef­in voru í vor. Enn sem fyrr erum við í efna­hags­legu til­liti auðvitað fyrst og fremst háð sjáv­ar­út­vegi og þjón­ustu við hann.““

Það er þetta með ríkishítina. Það er einmitt hún, það er hítin, sem rekur samfélagið, sjúkrahúsin, menntunina og allt hitt klabbið. Þar á meðal Herjólf.

Yfir til þín Davíð: „Svipaða sögu má segja um fleiri bæi og byggðir úti um landið. Það gleym­ist oft í umræðunni um sjáv­ar­út­veg og sér­staka skatta á hann hve gríðarlega mik­il­væg­ur hann er fyr­ir byggðirn­ar í land­inu. Án sjáv­ar­út­vegs­ins yrði lands­byggðin ekki svip­ur hjá sjón og háar álög­ur á þessa grein um­fram aðrar hef­ur mik­il áhrif á lands­byggðina og flyt­ur fé í óeðli­leg­um mæli frá byggðum lands­ins í rík­is­sjóð. Þess vegna eru veiðigjöld­in rétti­lega nefnd lands­byggðarskatt­ur og meðal ann­ars af þeirri ástæðu er brýnt að stjórn­völd standi við það að laga veiðigjöld­in með því að létta þess­um sér­stöku álög­um af lands­byggðinni.“

Þarna er látið sem að ef veiðigjöldin verði ekki lækkuð leggist sjávarútvegur af. Svo er alls ekki og ber að hafa í huga. Og enn skal ítrekað að veiðigöldin eru ekkert fremur landsbyggðarkattur en annar skattur. Einsog sjá má í meðfylgjandi frétt.

Reykvíkingar borga hæstu veiðigjöldin

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: