- Advertisement -

Hættum að vera hálfvitar!

Marinó G. Njálsson skrifaði:

Löggjöf og stjórnsýsla (regluverk) þessa lands getur stunum verið svo smásálarlegt, að mann hryllir við. Endalaus dæmi um að settar eru hindranir í löggjöf og regluverk eða (að því virðist) vísvitandi sleppt á taka á málum, bara svo þeir sem vilja nýta sér hugsunina að baki löggjöfinni standa frammi fyrir ókleifum hamrinu.

Snjóflóðin í Neskaupstað voru ekki náttúruhamrarir samkvæmt einhverjum reglum og því getur ríkið sparað sér 600.000 kr. bætur á hverja íbúð (eða er það á hvern fullorðinn einstaklings). Þannig sparast í mesta lagi 20 m.kr. Er það ríkissjóði um megn að greiða fólki fullar bætur tjóns sem varð vegna þess að snjóflóðavarnir voru ófullnægjandi? Höfum það á hreinu, að hefðu snjóðflóðavarnir verið reistar í fjöllunum fyrir ofan bæinn strax eftir snjóflóðin 1974, þá hefði líklegast enginn lent í tjóni núna.

Hjúkrunarfræðingur, sem starfað hefur sem slíkur í Kanada til fjölda ára, fær ekki réttindi sín viðurkennd á útnára Atlantshafsins, vegna þess að háskóli landsins þykir merkilegri en háskóli sem menntar hjúkrunarfræðinga sem fá menntun sína viðurkennda hjá þjóðum þangað sem íslenskir hjúkrunarfræðingar sækja gjarnan í framhaldsnám. Hvað er það, sem gerir menntun á Íslandi merkilegri en menntun í öðrum löndum í heiminum?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Börn fædd á Íslandi teljast ekki fædd á Íslandi, vegna þess að foreldrar þeirra voru ekki með dvalarleyfi, þegar börnin fæddust.

Ég vitna hér í Margréti Tryggvadóttur, fyrrverandi þingmann, og segi:

Hættum að vera hálfvitar!

Skrifin birti Marinó á Facebooksíðu sinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: