- Advertisement -

Hagsmunaárekstrar í Seðlabankanum

Birgir Þórarinsson Miðflokki.

„Í frumvarpinu er fjallað um aðkomu Seðlabanka Íslands sem ábyrgðaraðila að þessum lánum og lánum banka til fyrirtækja. Á sama tíma hefur Seðlabankinn haft eftirlit með fjármálafyrirtækjum sem var áður í höndum Fjármálaeftirlitsins. Hér er ljóst að um ákveðinn hagsmunaárekstur er að ræða. Þetta er eitt af klassískum dæmum sem voru nefnd gegn sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans, þ.e. að Seðlabankinn er ábyrgðaraðili, lánveitandi og eftirlitsaðili, samanber samninga milli Seðlabankans og bankanna um slíkar ábyrgðir. Hagsmunaárekstrar af þessu tagi eru óæskilegir,“ sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki þegar hann talaði um frumvarp til fjáraukalaga.

Birgir sagði að líklegt að of skammt sé gengið  í frumvarpinu og úrræðin komi of seint fyrir marga. „Það er stutt í næstu mánaðamót. Tillögurnar taka ekki til þess hvernig eigi að mæta þeim fyrirtækjum sem sjá fram á 90% samdrátt nánast á einni nóttu eða kannski tveimur vikum. Þau fyrirtæki hafa lítinn aðgang að fjármagni og lausafé og hætt er við að næstkomandi mánaðamót verði viðkomandi fyrirtækjum erfið. Það er hætta á því að vandinn margfaldist í kerfinu á stuttum tíma og við þurfum að vera viðbúin því og grípa inn í.“

Birgir hélt áfram: „Síðan er nauðsynlegt að skilyrði varðandi lánveitingar og ábyrgðir Seðlabankans séu gagnsæ og skýr.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: