- Advertisement -

Hefur hann eitthvað nýtt fram að færa?

Hann vill vera áfram í stjórnmálum. En bætir hann einhverju við?

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Það er ekki hvað hann segir, heldur hvað hann segir ekki sem vekur athygli mína í þessari grein. Andrés Ingi fjallar ekkert um kjör og réttindi hinna lægst launuðu, aðbúnað fólks á vinnumarkaði, afkomu öryrkja og eftirlaunafólks, hækkun atvinnuleysisbóta, vaxandi ójöfnuð og spillingu, kvótakerfið eða stjórnarskrána. Hann nefnir jú umhverfismálin, einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, útlendingamálin og landsréttarmálið sem hann segir að hafa gert útslagið og þess vegna hafi hann að lokum yfirgefið Vinstri græn. Gott og vel. En hvernig getur stjórnmálamaður sem gefur sig út fyrir að vera vinstra megin við Vg ekki minnst á fyrrgreind mál um kjör og afkomu hinna verr settu. Og í svona löngu viðtalið? Hann vill vera áfram í stjórnmálum. En bætir hann einhverju við? Hefur hann eitthvað nýtt fram að færa? Ég get ekki séð að svo sé. Að minnsta kosti ekki miðað við það sem hann segir hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: