- Advertisement -

Heimilin í landinu borguðu 125 milljarða í vaxtagjöld á árinu 2023

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Efnahagsmál Hérna sjáið þið þá sturlun sem er í gangi í íslensku samfélagi og hvernig Seðlabankinn og fjármálakerfið níðast á íslenskum heimilum. Það sorglega er að þetta er gert með fullkomnu aðgerðaleysi stjórnvalda og stjórnmálamanna.

Já hugsið ykkur heimilin greiddu 39 milljörðum meira í vaxtagjöld árið 2023 en árið 2022 og til að setja þetta í samhengi þá kostuðu nýgerðir kjarasamningar 50 milljarða. Að hugsa sér að vaxtagjöld heimila landsins hafi numið í heildina 125,3 milljarðar króna á árinu 2023.

Hvernig geta stjórnmálamenn látið þetta átölulaust og hvernig má það vera að fimm manna peningamálanefnd Seðlabankans geti haft slíkt vald.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: