- Advertisement -

Háir vextir soga stóran hluta tekna fólks frá neyslu og út úr viðskiptahagkerfinu

Marinó G. Njálsson:

Til að laga þann óstöðugleika, þá var ákveðið að rústa þeim litla fjármálastöðugleika sem var til staðar og opna fyrir óstöðugleika verðlags. Ekkert af þessu var launafólki að kenna, en það fær eins og alltaf reikninginn.

Til að laga þann óstöðugleika, þá var ákveðið að rústa þeim litla fjármálastöðugleika sem var til staðar og opna fyrir óstöðugleika verðlags. Ekkert af þessu var launafólki að kenna, en það fær eins og alltaf reikninginn.

Efnahagsmál Hvaða stöðugleiki er mikilvægastur er eitthvað sem ég hef spurt mig oft á þessari öld. Fram að hruni var það greinilega gengisstöðugleiki, verðstöðugleiki eða fjármálastöðugleiki. Eftir hrun var það ekki stöðugleiki í lífsafkomu heimilanna, gengisstöðugleiki og hins síðari ár verðstöðugleiki.

Að kippa fótunum undan lífsafkomu 25-40% heimila.

Það er nefnilega þannig, að sé verðstöðugleiki mikilvægur, þá þarf að viðhalda fjármálastöðugleika, gengisstöðugleika og stöðugleika á vinnumarkaði. Það þarf að byrja að vinna að verðstöðugleika með markvissum hætti, áður en öllu er hleypt af stað.

Núverandi óstöðugleiki verðlags byrjaði á ójafnvægi á vinnumarkaði, sem kom launafólki ekkert við, heldur hófst heimsfaraldur sem breytti veruleika ferðaþjónustunnar. Til að laga þann óstöðugleika, þá var ákveðið að rústa þeim litla fjármálastöðugleika sem var til staðar og opna fyrir óstöðugleika verðlags. Ekkert af þessu var launafólki að kenna, en það fær eins og alltaf reikninginn.

Eftir hrun var ákveðið, að dæla peningum í fjármálakerfið en um leið að kippa fótunum undan lífsafkomu 25-40% heimila, henda hátt í 15% úr húsnæði sínu, svo hægt væri að selja einhverjum öðrum húsnæðið á kostakjörum. Síðan höfum við verið með óstöðugleika á húsnæðismarkaði, sem Seðlabankinn hefur enga hugmynd um hvernig eigi að kljást við, en finnst skynsamlegast að auka á óstöðugleikann til framtíðar með því að frysta markaðinn núna. Þetta er gert í nafni verðstöðugleika, þegar heimilin og fyrirtæki búa við mikinn fjármálaóstöðugleika. Eina sem kemst að, er að bankarnir þrír séu í lagi.

Í þessu tilfelli er Seðlabankinn sökudólgurinn.

Í reynd búa bankarnir þrír við mikla ógn vegna þess að greiðslugeta viðskiptavina þeirra fer þverrandi. Háir vextir soga stóran hluta tekna fólks frá neyslu og út úr viðskiptahagkerfinu án fjármálastofnana. Seðlabankanum finnst 3,7% hagvöxtur of mikill, en finnst í lagi að hann standi ekki undir vaxtagreiðslum til lánveitenda. Í mínum huga er þetta sá óstöðugleiki sem við eigum helst að óttast. Hvernig á að byggja upp fyrirtæki og búa til fleiri störf, þegar fyrirtæki eru að kikna undan vaxtagreiðslum? Og þessi ógn er ekki bara gagnvart íslenska hagkerfinu, heldur heimshagkerfinu. Bætum svo við arðgreiðslum, sem enn frekar rífa burt vaxtabrodd verðmætaskapandi starfsemi. (Tek fram að ég tel fjármálafyrirtæki ekki verðmætaskapandi. Bara mín sérviska.)

Seðlabankinn verður að taka ábyrgð á því, að hafa komið þeim óstöðugleika af stað, sem hann er núna að berjast við. Hann verður að viðurkenna, að hann renndi blint í sjóinn með vaxtalækkanir án þess að setja neinar takmarkanir á útlán (og þar með peningaprentun bankanna). Í þessu tilfelli er Seðlabankinn sökudólgurinn. Allt annað er afleiðing af óstöðugleikanum sem hann skapaði þegar hann leyfði hömlulausa peningaprentun bankanna.

Greinina birti Marinó fyrst á eigin Facebooksíðu. Greinin er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: