- Advertisement -

Eng­inn ódrukk­inn ein­stak­ling­ur lán­ar fé til 25 ára án þess að fá jafn­v­irði til baka

Yf­ir­lýs­ing­ar nokk­urra fast­eigna­sala um að það eigi að af­nema „verðtrygg­ingu“ er í raun beiðni um að lána­starf­semi falli niður.

Vilhjálmur Bjarnason.

Vilhjálmur Bjarnason, Villi Bjarna, skrifaði fínustu grein í Moggann í dag. Hér er seinni hluti greinarinnar:

„Nú hafa nýsnill­ing­ar fundið upp nýtt fyr­ir­brigði, sem er „sam­fé­lags­banki“. Það er alls ekki ljóst hvað snill­ing­arn­ir eiga við með „sam­fé­lags­banka“. Þó virðist slík­ur banki eiga að niður­greiða lán til út­valdra, en hverra?

Sá er þetta rit­ar þekk­ir einn „sam­fé­lags­banka“, sem rek­inn hef­ur verið með miklu tapi á liðnum árum. Fyr­ir­sjá­an­legt tap (óhagnaður) „sam­fé­lags­bank­ans“ er um 300 millj­arðar. Þessi sam­fé­lags­banki hét Íbúðalána­sjóður, en heit­ir nú ÍL-sjóður, og er skúffu­fyr­ir­tæki í fjár­málaráðuneyt­inu. Eigið fé Lands­bank­ans dygði vart til að standa und­ir þessu tapi.

ÍL-sjóður stund­ar ekki út­lán, „sam­fé­lags­bank­inn“ inn­heimt­ir aðeins göm­ul út­lán og greiðir niður tek­in lán, þar á meðal lán, sem glæp­brjálaðir menn í bönk­um og spari­sjóðum veittu.

Fjár­málaráðherra hef­ur leit­ast við að velta „óhagnaði“ þessa fjár­mála­fyr­ir­tæk­is yfir á lán­veit­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins, en ef það tekst ekki, þá mun sam­fé­lagið sitja uppi með „óhagnaðinn“. Það er renta sam­fé­lags­ins af bank­an­um.

Svona hef­ur nú farið um sjó­ferð þessa sam­fé­lags­banka, sem kall­ast nú ÍL-sjóður.

Senni­lega er átt við að „sam­fé­lags­banki“ eigi að vera „óhagnaðardrif­inn“. Sam­kvæmt orðanna hljóðan þýðir „óhagnaður“ tap, og það hef­ur gengið eft­ir.

Þegar býsn­ast er yfir óskap­leg­um „gróða“ fjár­mála­stofn­ana er sá hagnaður lítið annað en ávöxt­un eig­in fjár þess­ara fjár­mála­fyr­ir­tækja. Eig­andi hluta­fjár í Lands­bank­an­um þarf að fá ávöxt­un á það lán, sem hlut­haf­inn veit­ir bank­an­um í formi hluta­fjár. Eig­and­inn er jafn­framt reiðubú­inn til að tapa ein­hverju af þessu láni, sem kall­ast eigið fé. Það er eðli hluta­fjár.

Því miður er það svo, að rekstr­ar­kostnaður fjár­mála­fyr­ir­tækja er að mestu leyti á fram­færi annarra lán­veit­enda fjár­mála­fyr­ir­tækja, en þeir heita inni­stæðueig­end­ur.

Frétta­mönn­um í morg­unþátt­um út­varps­stöðva er þetta eng­an veg­inn ljóst.

Teg­und­ir sam­fé­lags­fyr­ir­tækja

Það er alls ekki svo að sam­fé­lags­fyr­ir­tæki hafi alltaf verið til ógagns. Til sam­fé­lags­fyr­ir­tækja má telja:

  • Kaup­fé­lög
  • Spari­sjóði
  • Bruna­bóta­fé­lag Íslands
  • Bæj­ar­út­gerð Reykja­vík­ur

Þessi fyr­ir­tæki eru að mestu horf­in af yf­ir­borði jarðar. Gagn nokk­urra þess­ara fyr­ir­tækja var eitt­hvert um hluta starfs­tíma þeirra.

Hér voru höfuðstöðvar KEA á Akureyri.

Í starf­semi kaup­fé­laga var ákveðin þver­sögn, þannig að starf­semi þeirra gekk ekki upp. Kaup­fé­lög áttu að greiða fram­leiðend­um hæsta verð, en áttu jafn­framt að þjóna öðrum fé­lags­mönn­um með því að selja á sem lægstu verði. Afurðasölu­fé­lög og neyt­enda­fé­lög gengu ekki upp.

Það voru ein­ung­is ör­fá­ir spari­sjóðir, sem voru ein­hvers megn­ug­ir í lána­starf­semi. Það var glæp­brjálað fólk, sem komst til valda í stór­um spari­sjóðum, og með þeim nýsnill­ing­ar. Þá hættu spari­sjóðirn­ir að vera „sam­fé­lags­bank­ar“ með hóf­lega arðsemi eig­in­fjár, og urðu nán­ast glæpa­fyr­ir­tæki, sem fóru í greiðsluþrot.

Sam­fé­lagið þurfti að bera tjón af Spari­sjóðnum í Kefla­vík. Sam­fé­lagið greiddi 25 millj­arða til að hægt væri að standa við skuld­bind­ing­ar vegna inn­lána í þeim sam­fé­lags­banka.

Bruna­bóta­fé­lag Íslands gt. átti gagn­merka sögu. Skamm­stöf­un­in gt. þýðir gagn­kvæmt trygg­inga­fé­lag. Með því var átt við að trygg­inga­tak­ar voru ábyrgðaraðilar fé­lags­ins. Á þá ábyrgð reyndi aldrei þar sem Bruna­bóta­fé­lagið end­ur­tryggði sig fyr­ir stór­um tjón­um, enda er ábyrgð trygg­inga­taka óbæri­leg.

Bæj­ar­út­gerð Reykja­vík­ur varð sjálf­bær þegar hætt var með „sam­fé­lagsút­gerð“.

Mis­vitr­ir fast­eigna­sal­ar

Til viðbót­ar við snill­inga morg­unút­varps­ins koma mis­vitr­ir fast­eigna­sal­ar. Það sæt­ir undr­um hvernig sum­ir þeirra hafa náð próf­um hjá Próf­nefnd fast­eigna­sala. Víst er að þeir verstu í stétt fast­eigna­sala geta alls ekki veitt ráðgjöf um lána­mál, enda hafa þeir alls ekki rétt­indi til slíks.

Yf­ir­lýs­ing­ar nokk­urra fast­eigna­sala um að það eigi að af­nema „verðtrygg­ingu“ er í raun beiðni um að lána­starf­semi falli niður. Eng­inn ódrukk­inn ein­stak­ling­ur lán­ar fé til 25 ára án þess að fá jafn­v­irði til baka.

Ekki er víst að fast­eigna­sal­ar og frétta­menn skilji það. Enda góðmenni að áliti þeirra sjálfra.

Og hvað er sam­fé­lags­banki þá?

Það hef­ur eng­inn vís maður út­skýrt fyr­ir mér ósk­hyggj­una um sjálf­bær­an sam­fé­lags­banka. Góðverk á annarra kostnað enda ávallt með skelf­ingu.

Senni­lega hef­ur sagn­fræðing­ur­inn Cyr­il Nort­hcote Park­in­son út­skýrt sjálf­bærni bet­ur en nýsnill­ing­ar.

Sagn­fræðing­ur­inn sagði á fundi í Reykja­vík: Fyr­ir­tæki, sem stofnað er til að skapa at­vinnu, verður gjaldþrota. Fyr­ir­tæki, sem stofnað er til að hagn­ast, mun að auki, ef það hagn­ast, veita at­vinnu til langs tíma og verða sjálf­bært.“

Hvað sagði Todda trunta?

„Komið nú kon­ur og menn inní víng­arð hans áðuren það er um sein­an, komið veg­viltu sál­ir að yf­ir­bóta­bekkn­um hér uppivið pall­inn og beygið hné yðar fyr­ir Drotni, áðuren það er um sein­an. Því það er of seint að iðrast eft­ir dauðann þegar eld­ur hel­vít­is er tek­inn að loga í yðar viðbjóðslegu sál­ar­kaun­um. Amen. Halelúja.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: