- Advertisement -

Seðlabankinn hefur drepið stóran hluta þjóðfélagsins í dróma með vaxtastefnunni

Marinó G. Njálsson:

Seðlabankinn er búinn að drepa stóran hluta þjóðfélagsins í dróma með vaxtastefnu sinni.

Efnahagsmál Seðlabankastjóri ber sér á brjósti, en í sömu setningunni segir hann að ekkert hafi áunnist. Hesturinn sé enn bara hálfjárnaður.

Hvort er það? Hefur náðst góður árangur eða hefur árangurinn hingað til valdið svo mikilli óvissu, að ómögulegt er að segja hvort hesturinn sé hálfjárnaður eða hafi verið svo illa járnaður að tvær skeifur duttu af.

Seðlabankinn er búinn að drepa stóran hluta þjóðfélagsins í dróma með vaxtastefnu sinni. Vextir bankans eru talsvert yfir verðbólgunni sem vextirnir sjálfir hafa lagt verulega til. Arðsemi hlutabréfa er í lágmarki á meðan leigufélög eru að kikkna undan vaxtabyrðinni sem leggst beint á leigjendur.

…bíða í óþreyju eftir því að girðingarnar verði fjarlægðar…

MGN.

Seðlabankinn er búinn að drepa stóran hluta þjóðfélagsins í dróma með vaxtastefnu sinni. Hvað verður þá um meintan fjármálastöðugleika? Það er sjálfgefið að lánveitingar munu aukast og fjárfestingar í húsnæði um leið. Hvernig hugsar fjármálastöðugleikanefnd framhaldið? Er ekki ljóst, að búið er að halda öllu niðri svo lengi að þegar gjarðirnar brotna, þá verður ekki haldið aftur af neinu? Hækka þá vextirnir aftur?

Svo má spyrja, hvers virði er fjármálastöðugleiki sem er eins og hálfjárnaður hestur. Og þetta er bara sú hlið sem snýr að Seðlabankanum. Búa fyrirtæki og heimili við fjármálastöðugleika eða búa þau við fjármálaþvinganir. Enginn stenst greiðslumat fyrir nýjum lántökum og þarf að eyða stærri hluta tekna sinna í vaxtagreiðslur og verðbætur.

Ég hefði haldið, að fjármálastöðugleiki væri ástand, þar sem jafnvægi væri á fjármálamarkaði. Núverandi ástand er eins langt frá því og hægt er að hugsa sér. Bæði fyrirtæki og heimili bíða í óþreyju eftir því að girðingarnar verði fjarlægðar og þessum aðilum hleypt að því fjármangi sem viðkomandi vill komast í. Þau bíða líka eftir að fjármagn standi til boða á viðunandi kjörum.

Ég get ekki séð, að fjármálastöðugleika verði komið á fyrr en langtíma vaxtakjör ýti undir jafnvægi. Að fyrirtæki og heimili þurfi ekki að óttast kollsteypur og sveiflur sem hindra eðlilegan vöxt hvors hluta þjóðfélagsins fyrir sig.

Haldi einhver, að núna sé fjármálastöðugleiki, þá er sá að misskilja ástandið. Þvingað ástand getur viðhaldið ímynd stöðugleika um stutta stund, en gerir það ekki til langframa. Og því segi ég enn og aftur. Fjármálastöðugleiki verður að vera í óþvinguðu ástandi.

Er ég því hræddur um, að hestur seðlabankastjóra sé illa járnaður, en ekki hálfjárnaður, og til að laga ástandið þurfi að rífa allar skeifurnar undan og jafnvel fá betri gæðing að auki.

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu Marinós. Hún er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: