- Advertisement -

Hér er margfaldur bankaskattur

„…að vilja lægri vexti en ekki lækka bankaskattinn er þversögn og sýndarmennska,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, á Alþingi, fyrir augnabliki.

„Það er stærðarhagkvæmni sem að miklu leyti veldur minni vaxtamun erlendis. Hvernig tengist það sértækum sköttum? Jú, við þurfum ekki að líta langt til að sjá að skattar á fjármálastarfsemi hér á landi eru margfalt hærri en í öðrum löndum, t.d. 11 sinnum hærri en í Danmörku og tæplega átta sinnum hærri en í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og svo mætti áfram telja,“ sagði hún.

„Áður en fólk fer að öskra af húsþökum hve mikil bilun það er að lækka bankaskatt væri ágætt að það skoðaði stærri myndina en notaði ekki bankann sem óvin landsmanna. Stærðarhagkvæmni vegur þungt í bankarekstri og skýrir vaxtamun íslensku bankanna og norrænna. Skattarnir eiga stóran þátt í háum kostnaði neytenda.“

Áslaug Arna sagði einnig að „fjölbreytt eignarhald“ á bönkunum verði til að ná sátt og og draga úr áhættu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: