- Advertisement -

Hér munar tæpum 700 þúsund um á ári

Gleymum ekki að fólk hefur ekki náð að endurfjármagna sig vegna þessa.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Ég held að þetta mál sem lýtur að uppgreiðslukröfu sem Íbúðarlánasjóður hefur reist ólöglega á herðar íslenskum heimilum sem þar hafa tekið lán, sýni það ofbeldi sem neytendur og heimili hafa þurft að búa við á liðnum árum og áratugum þegar kemur að lánakjörum hérlendis. Það ber þó að geta þess að á síðustu mánuðum höfum við verið að þokast hægt í átt að þeim lánakjörum sem gerast á Norðurlöndunum þótt enn sé töluvert í land ennþá.

Ég tel hins vegar þessa frétt um að ríkið ætli að óska eftir flýtimeðferð sem byggist m.a. á því að fara framhjá Landsrétti sé jákvæð enda gríðarlega mikilvægt að þessari réttaróvissu verði eytt eins fljótt og kostur er. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gleymum því ekki að fólk sem hefur ekki náð að endurfjármagna sig vegna þess að það hefur verið fast í viðjum ólöglegs uppgreiðslugjalds er að tapa jafnvel tugum þúsunda í hverjum mánuði vegna þess að það er með vexti sem eru langtum hærri en þeir sem nú bjóðast á íslenskum lánamarkaði.

Sem dæmi þá eru flest þessara lána verðtryggð með 4,15% föstum vöxtum.  Í dag er hægt að fá verðtryggða vexti niður í 1,9%.  Þetta þýðir að af 30 milljóna húsnæðisláni munar hér um 56 þúsund á í hverjum mánuði á þessum vöxtum sem fólk hefur verið læst inni með vegna uppgreiðslugjaldsins miðað við vexti í Landsbankanum í dag.  Hér munar tæpum 700 þúsund um á ári.

Það er í mínum huga ekki spurning að ríkið verður skaðabótaskylt gagnvart þessum hópi lántakanda hjá Íbúðarlánssjóði ef Hæstiréttur mun staðfesta dóm Héraðsdóms.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: