- Advertisement -

Hreint út sagt, ömurlegt ástand

Sigurjón Magnús Egilsson:

Hvað varð um Lyfjaverslun ríkisins? Er ekki best að endurvekja hana? Grósserarnir sem höndla með þetta í dag standast ekki lágmarkskröfur.

Lyfjaskortur er á Íslandi. Sem kemur fólki illa. Sjálfur er ég verkjasjúklingur. Er því háður verkjalyfjum. Í margar vikur hefur verið skortur á öðrum þeim lyfjum sem ég verð að taka inn til að hafa það sæmilegt.

Ég er skjólstæðingur verkjateymis Landspítalans. Fyrir fáum dögum kom smáskammtur af lyfinu Nordesic. Landspítalinn skrifaði upp á svokallaðan undanþágulyfseðil. Við búum í Njarðvík svo brunað var í apótek í Keflavík. Þangað kom ekki ein tafla. Allt sem kom fór víst einungis í apótek í Reykjavík. Svo þangað var brunað. Því miður, allt búið.

Enn sit ég eftir. Með of mikla verki. Þetta er ömurlegt ástand. Hvað varð um Lyfjaverslun ríkisins? Er ekki best að endurvekja hana? Grósserarnir sem höndla með þetta í dag standast ekki lágmarkskröfur. Að vera fastur í verkjuðum skrokki er ekkert smámál. Sérstaklega þegar það er kannski með öllu óþarft.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Komenntakerfi opið hér að neðan.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: