- Advertisement -

Hremmingar eldri borgara


Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Margir ellilífeyrisþegar eru óánægðir með kjör sín og Félag eldri borgara í Reykjavík íhugar að stefna ríkinu. 
Þeir sem standa einna verst eru þeir sem ekki eiga húsnæði eða skulda mikið í eign sinni, fá strípaðan lífeyri frá Tryggingastofnun og lítið úr lífeyrissjóðum. Neita sér um þarfa þjónustu.

Eldri borgarar kvarta yfir því að eiga ekki fyrir viðgerðum á húsnæði. Þeir hafi síður efni á að lagfæra baðaðstöðu og laga hana að þörfum sínum. Margir nýti ekki þá þjónustu sem í boði er og finnist hún of dýr svo sem akstursþjónustu, félagsstarf og máltíðir í félagsmiðstöðvum. Þeir segja lyfjakostnað hafa hækkað og að sumir hafi ekki efni á að leysa út lyf. Tannheilsa sitji á hakanum hjá mörgum, fólk veigri sér við að fara til læknis og fari sjaldnar en það þyrfti. Þetta á einkum við um þá sem eru með lágan lífeyri. Lágar lífeyrissjóðsgreiðslur skila engu.

Staða lægst launuðu eldri borgara er svo slæm, að við blasir, að framin eru mannréttindabrot á þessum hóp og stjórnarskrá brotin á honum. Hafa þingmenn og stjórn áhyggjur af því?


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: