- Advertisement -

Hvað heita öll þessi ráðuneyti?

Breytingarnar á stjórnarráði Íslands eru miklar. Til dæmis eru þrír menntamálaráðherrar. Ráðherra barnaskóla, ráðherrar framhaldsskóla og svo ráðherra háskóla. Með nýjum og breyttum ráðuneytum hafa verið tekin upp ný nöfn á mörg ráðuneyti.

Helga Vala Helgadóttir mælti eflaust fyrir munn margra þegar hún sagði: „Og svo vil ég að lokum segja að það væri gott að fá nöfn ráðherra og ráðuneyta hér á púltið. Það er ekki góður bragur á því að þingmenn séu í sífellu að reyna að muna hvað ráðuneytin og ráðherrar heita.“

Ögn fyrr sagði Helga Vala:

„Aðeins varðandi fundarstjórn forseta þá vil ég minna hæstv. forseta á að hann er forseti alls þingsins. Hann var settur í þá vondu stöðu hér fyrr í vikunni að tala, að mig grunar, sér þvert um hug þegar hann sagðist ekki vita um ferðir hæstv. fjármálaráðherra, sem kom í ljós örskömmu síðar að var ekki á landinu og var með staðgengil. Ég myndi ætla að það væri farsælla að forseti gætti að því að hann er forseti alls þingsins og honum ber að upplýsa um alla þá sem eiga að vera hér, en ekki leyna þingheim upplýsingum um ráðherra eða stjórnarliða.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: