- Advertisement -

Hvað verður um aðra framhaldsskóla?

- spurningar um það lagðar fyrir Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra.

Andrés Ingi Jónsson:
Hvað verður um Fjölbrautarskólann í Garðabæ?

Hvaða áform hefur Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra um sameiningu framhaldsskóla á kjörtímabilinu? Þannig hljómar fyrsta spurningin, af fjórum, sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, hefur lagt fyrir Kristján Þór. Tilefnið er augljóst.

Andrés spyr, ef fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu eru rök fyrir því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla öðrum framhaldsskóla, mega aðrir skólar á höfuðborgarsvæðinu búast við því sama?

Og Andrés Ingi heldur áfram: „Má búast við að eftirgreindir framhaldsskólar verði sameinaðir öðrum í ljósi þess að á þskj. 429 á 145. löggjafarþingi kemur fram að áætlaður fjöldi nemenda við Fjölbrautaskólann í Ármúla var 910 talsins haustið 2015, en til samanburðar voru 980 ársnemar áætlaðir við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, 869 við Menntaskólann í Reykjavík og aðeins 770 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ?“

Og að lokum þetta: „Hyggur ráðherra jafnframt á sameiningu smærri framhaldsskóla, t.d. þeirra sem voru haustið 2015 með færri en 300 áætlaða ársnema – en þar á meðal eru Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ (284 ársnemar), Fjölbrautaskóli Snæfellinga (207 ársnemar), Verkmenntaskóli Austurlands (193 ársnemar), Menntaskólinn á Laugarvatni (154 ársnemar) og Framhaldsskólinn á Laugum (111 ársnemar)?“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: