- Advertisement -

Hvaða þjóð sættir sig við að stjórnmálastétt eins og við?

Gunnar Smári skrifar:

Hvað yrði gert við breskan forsætisráðherra, ríkisstjórn og þing ef í stað þess að taka mark á niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit færu þessi í skoðanakannanir um afstöðu Breta til Evrópusambandsins og efnt til funda um Evrópumál í íþróttahúsum víða um Bretland? Getið þið ímyndað eitthvað land í heiminum þar sem stjórnmálastéttin kæmist upp með slíkt? Fjölmiðla þar sem fjallað yrði um þessar kannanir eins og þær væru normal, þar sem aðeins er rætt við valdastéttina sem mærir ferlið, segir það lýðræðislegt en enginn bendir á að það er í raun árás á lýðræðið, aðgerð til að ræna almenning völdum? Eða þjóð sem lætur þetta yfir sig ganga? Þekkið þið svoleiðis fólk?

Það má líka spyrja: Hvaða þjóð sættir sig við að stjórnmálastétt sem virðir ekki niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna stjórni endurskoðun stjórnarskrá? Hvað heldur fólk að komi út úr slíku annað en varðstaða um völd auðvalds og stjórnmálaelítunnar sem þjónar því? Og þar með áframhaldandi valdaleysi fjöldans?

Jafnvel stefna Frjálslyndra demókrata, sem gengur lengst gegn niðurstöðum kosninga um Brexit, er lýðræðisleg í samanburði við leið Katrínar. Frjálslyndir demókratar vilja nýja atkvæðagreiðslu (í von um að þriggja ára umræða um afleiðingar Brexit hafi snúið hluta kjósenda). Þeim dettur ekki í hug að annað en þjóðaratkvæðagreiðsla geti yfirstrikað þjóðaratkvæðagreiðslu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: