- Advertisement -

Hvenær missir Sjálfstæðisflokksfólk þolinmæðina?

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Bjarni Benediktsson tók við sem formaður Sjálfstæðisflokknum í mars 2009 eftir að flokkurinn hafði fallið niður í 24,3% fylgi samkvæmt könnun MMR (20,6% hjá Gallup). Bjarni leiddi flokkinn í kosningunum í apríl 2009 og uppskar 23,7% atkvæða. Síðan hefur flokkurinn fengið 26,7% í kosningum 2013, 29,0% árið 2016 og 25,3% árið 2017. Bjarni á því fjórar af fimm verstu kosningum Sjálfstæðisflokksins, aðeins Þorsteinn Pálsson kemst inn á þennan botn 5 lista með 27,2% árið 1987 eftir að Albert Guðmundsson klauf flokkinn og stofnaði til framboðs Borgaraflokksins.

Bjarni á því verstu útkomuna, þá næst verstu, þá þriðju verstu, Þorsteinn þá fjórðu verstu og Bjarni aftur þá fimmtu verstu. Þorsteinn fékk ekki að leiða flokkinn aftur í kosningum en Bjarni fær að reyna aftur og aftur og mistakast aftur og aftur.Nú mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins 18,1% hjá MMR í kjölfar Samherja-hneykisins. Það mældist lægst 24,3% hjá MMR eftir Hrunið 2008. Eftir Icesave-dóminn, sem afhjúpaði vonda stefnu Bjarna og forystu flokksins, fór fylgið niður í 21,2%.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Það fór svo niður í 21,3% eftir Panama-hneykslið, sem afhjúpaði Bjarna sem skattsvikara og aflandsprins.

Þegar í ljós kom að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og aðstoðarfólk hennar hafði lekið trúnaðarupplýsingum um varnarlaust flóttafólk til að sverta það í opinberri umræðu fór fylgið niður í 23,6%. Það fór svo niður í 21,3% eftir Panama-hneykslið, sem afhjúpaði Bjarna sem skattsvikara og aflandsprins. Fylgið fór niður í 19,9% eftir uppreist-æru-hneykslið, þegar í ljós kom að Bjarni og forysta flokksins hafi reynt að hylma yfir að faðir Bjarna hafði mælt með uppreist æru barnaníðings, sem hann var í miklum samskiptum við. Fylgið fór niður í 21,7% þegar Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi skipan Sigríðar Á. Andersen á dómurum í Landsrétt ólöglega.

Eftir Samherja-hneykslið fór fylgið síðan niður í 18,1%. Annað hvort telja kjósendur Samherja-hneykslið alvarlegast af öllum þessum hneykslum sem hafa grassera innan Sjálfstæðisflokksins í valdatíð Bjarna eða að röð hneykslismála hefur áhrif, að droparnir séu farnir að hola steininn.

Trygg staða Bjarna sýnir að bakhjarlar flokksins eru ánægðir með þessa stöðu.

Á kjörtímabilinu 2009-13, undir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, fór fylgi Sjálfstæðisflokksins hæst í 42,1%. Síðan hefur fylgi flokksins verið undir 30%, aðeins einu sinni farið yfir það það mark, 30,6% í september 2013. Á þessi kjörtímabili hefur fylgið aðeins tvisvar slefað yfir 25%, síðast í 25,3% í mars í fyrra.

Sú staðreynd að Bjarni skuli vera nokkuð öruggur í stól formanns Sjálfstæðisflokksins sýnir að flokkurinn er ekki lengur fjöldahreyfing, markmið forystunnar er ekki að byggja upp stóran og breiðan flokk. Markmiðið er að vera við völd og meðan aðrir flokkar bíða í röðum eftir að tryggja Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi völd þarf hann ekki að láta sem fjöldahreyfing, með öllu því veseni sem því fylgir fyrir forystuna og þeim áhrifum sem það gæti haft á stefnu flokksins. Trygg staða Bjarna sýnir að bakhjarlar flokksins eru ánægðir með þessa stöðu; minna fylgi en skýrari samstöðu með hagsmunum hinna ríku.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: