- Advertisement -

Hverskonar manneskjur eruð þið eiginlega?

Vigfús Ásbjörnsson skrifar:

Hvað fær ykkur eiginlega til þess að svíkja fólkið ykkar svona og senda því þennan rýting í bakið sem þið gerið?

Það að stjórnmálaflokkur fari ekki eftir stefnu sinni er ekkert annað en siðlaust valdarán innan flokksins. Fólkið sem kaus flokkinn er flokkurinn og það á að krefjast þess að það fólk sem valdaránið fremur verði sett af  ef það fólk sem kaus það eða er utan við valdaránið hefur eitthvað sem getur kallast bein í nefinu.

Vinstri græn:

Fyrir alþingiskosningarnar í haust, sem voru fyrir svona rúmlega korteri síðan, gengu frambjóðendur VG þorp úr þorpi í kringum landið, teljandi fólki trú um það að með því að kjósa sig væri verið að kjósa með auknum rétti þjóðfélagsins við nýtingu sinna eigin auðlinda í sjávarútvegi í gegnum strandveiðikerfið.

Eins og við vitum  þá er yfirlýst stefna Vinstri Grænna að efla hér strandveiðar. Fyrir alþingiskosningarnar í haust, sem voru fyrir svona rúmlega korteri síðan, gengu frambjóðendur VG þorp úr þorpi í kringum landið, teljandi fólki trú um það að með því að kjósa sig væri verið að kjósa með auknum rétti þjóðfélagsins við nýtingu sinna eigin auðlinda í sjávarútvegi í gegnum strandveiðikerfið. Rétti sem fólkið í landinu á sannarlega að hafa nóg af því saman eiga þau auðlindirnar. Afar falleg sjávarútvegsstefna er  höfð að leiðarljósi sem flaggað var á hverri einustu fánastöng sem fyrirfinnst í kringum landið. En hvað svo? Það kemur í ljós að það var verið að ljúga, svíkja og pretta saklausa fólkið sem trúði því af einlægni að nú fengju þau loksins tækifæri á að lifa. Lifa í landinu því lífi sem það vill velja sér og sækja í okkar sameiginlegu auðlind í gegnum strandveiðikerfið með mannsæmandi hætti og tækifæri sem allar heiðarlegar þjóðir veita þegnum sínum. Þið voruð kosinn á þing undir fölskum forsendum svo vægt sé til orða tekið í mjög vafasömum kosningum eins og frægt er. Hvað kallast þetta annað en valdarán innan stjórnmálaflokksins  VG þegar farið er svona á bak orða sinna við fólkið í landinu þegar stefnan sem sem fólkið er fengið til að kjósa er sturtað ofan í klósettið sömu mínútu og kjörstöðum var lokað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vinstri græn:

Flest fólk í landinu vill byggja samfélag byggt á heiðarleika,  góðu siðferði og grunngildum þar sem velferð og umhyggja fyrir náunganum skín í gegn. Þið fenguð fólk til að kjósa ykkur gegn loforðum og til að framfylgja ákveðinni stefnu og þið skuluð standa fyrir það sem þið eruð kosinn og ekkert annað.

Hverjir eru það þá  sem ákveða allt í einu að fremja þetta valdarán innan flokksins? Er það kannski bara Katrín Jakobsdóttir sjálf ásamt einhverjum nógu siðblindum einstaklingum til að taka þátt í því með henni innan frá? Eða hvað ? Hver stjórnar þessu? VG er ekkert nema fólkið sem kaus VG og fólkið sem kaus VG á VG og þið eruð búin að svíkja það korter eftir að kosningum lauk. Það segir manni að það var ætlunin allan tímann og þið hafið gengið fram bæði með siðleysi og ofbeldi gagnvart þeim sem trúðu ykkur og treystu og okkur öllum hinum líka. Hvað fær ykkur eiginlega til þess að svíkja fólkið ykkar svona og senda því þennan rýting í bakið sem þið gerið? Hverskonar manneskjur eruð þið eiginlega sem standið fyrir þessu? Úr hverju eruð þið eiginlega gerð ? Þetta er gjörsamlega siðlaust og siðleysi er ofbeldi eins og þið ættuð að gera ykkur grein fyrir sem þjónar þjóðarinnar á alþingi.

Ofbeldi sem ansi margir virðast ákveða að beita af því að samfélagið hefur ekki nein lög eða reglur sem væri hægt að dæma ykkur eftir. Margt annarskonar ofbeldi fellur undir lög og reglur, kannski engin tilviljun að þið ákveðið að beita þjóðina ofbeldi með siðleysi. Kannski af því að þið haldið að þið munið alltaf komast upp með það? Svo verður ekki! En hvað með alla hina þingmennina innan VG sem eru ekki með ykkur í þessu valdaráni innan flokksins og eru kannski strangheiðarlegt fólk, hvers eiga þeir að gjalda? Þið látið þá fara um með loforðaflaum ykkar út um alla landsbyggðina og það er mannorð þeirra, trúverðugleik, heiðarleiki og traust sem er einnig að veði nema þeir hreinlega standi upp gegn valdaráninu sama hvað það kostar og standi þá líka með heiðarleikanum og góðu siðferði og fólkinu sem kaus það til að vera þjónar sínir á Alþingi Íslendinga .  Það er tel ég öllum nóg boðið um Framferði ykkar og ég efast ekki um að þeir aðilar innan VG sem þið eruð að draga niður með ykkur með þessum siðlausu svikum sem blasir við kjósendum VG og öðrum sé einnig nóg boðið. Það er ekki furða að samtök eins og Transparency International séu farin að anda ofan í hálsmálið á ykkur saman ber fréttir sem maður les á erlendum miðlum um spillinguna sem hér ræður ríkjum.

Hver ykkar er búin að fremja valdarán innan VG. Gefið ykkur fram og hunskist í burtu áður en þið eyðileggið okkar ágæta samfélag meira en þið hafið gert. Flest fólk í landinu vill byggja samfélag byggt á heiðarleika,  góðu siðferði og grunngildum þar sem velferð og umhyggja fyrir náunganum skín í gegn. Þið fenguð fólk til að kjósa ykkur gegn loforðum og til að framfylgja ákveðinni stefnu og þið skuluð standa fyrir það sem þið eruð kosinn og ekkert annað. Innan VG er fullt af heiðarlegu fólki og  hvernig getið þið farið svona með það fólk og þjóðina? Hvert ykkar er þetta sem stjórnar þessu?

  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
  • Bjarni Jónsson
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson
  • Jódís Skúladóttir
  • Katrín Jakobsdóttir
  • Orri Páll Jóhannson
  • Steinunn Þóra Árnadóttir
  • Svandís Svavarsdóttir

Hér er linkur inn á stefnu VG https://vg.is/stefna/audlindir-hafs-og-stranda/


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: