- Advertisement -

Í náttúruhamförum er TF-SIF ómetanleg

Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknar, skrifar:

„Ég tek undir með þeim sem urðu hissa á tilmælum dómsmálaráðuneytisins eða skipun að selja, flugvél Landhelgisgæslunnar. Ég kynntist starfi gæslunnar nokkuð á árum áður, og er vel kunnugt um það að SIF var gerð út sem eftirlitsvél, og var vel búin að tækjum á þeim tíma, ásamt ákjósanlegri aðstöðu fyrir áhöfnina. Í náttúruhamförum er þessi vél ómetanleg. Þyrlukostur gæslunnar er vissulega ómetanlegur og hefur myndarlega verið að því staðið að styrkja hann, en þyrlurnar koma ekki í staðinn fyrir SIF. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að menn verði að átta sig á mikilvægi Landhelgisgæslunnar sem hefur ekki minnkað í nútíma samfélagi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: