- Advertisement -

Innanhúss sérfræðingar

Steinþór Pálsson llSamfélag Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var í ágætu viðtali við Stefán Einar Stefánsson, blaðamann á Morgunblaðinu, um Borgunarmálin.

Sumt af því sem bankastjórinn segir þar er merkilegt.

Heyrðu í fjölmiðlum

„Miðað við það sem við heyrum í fjölmiðlum virðist sem erlend umsvif félagsins hafi orðið margfalt meiri en gert var ráð fyrir í þeim áætlunum sem við fengum að sjá hjá fyrirtækinu þegar við lögðum mat á það hvert verðgildi hlutarins væri.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hafa mikla reynslu

„Það voru sérfræðingar okkar hér innanhúss sem framkvæmdu það en það eru aðilar sem hafa mjög mikla reynslu af verkefnum af þessu tagi. Við erum að verðmeta fyrirtæki alla daga og við beittum sömu aðferðum í þessu tilviki. Við litum meðal annars til liðins tíma, stöðu fyrirtækisins og þeirra áætlana sem það lét okkur í té, áhættunnar sem í rekstrinum felst, þeirra margfaldara sem jafnan er gripið til og einnig gerðum við samanburð á verðlagningu hlutabréfa hér heima og erlendis.“

Í samhengi við stefnuna

„Það þarf einnig að setja þetta mál í samhengi við stefnu Landsbankans á síðustu árum. Við höfum frá árinu 2010 fylgt þeirri stefnu að selja fullnustueignir sem komið höfðu til bankans og það er raunar í samræmi við þær lagalegu kvaðir sem á okkur hvíla. Þá höfum við einnig verið að selja eignir sem ekki nýtast okkur í rekstrinum og þar höfum við sérstaklega litið til fyrirtækja þar sem við höfum verið áhrifalítill eða áhrifalaus minnihlutaeigandi.“

Þetta mál verður meðal annars rætt í Sprengisandi á Bylgjunni í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: