- Advertisement -

Sprengisandur: Sveitin, stjórnmálin og forsetinn

Sprengisandur 13.3.2016Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka, svarar gagnrýni sem hefur komið fram á nýgerða búvörusamninga, í Sprengisandi á Bylgjunni í fyrramálið. Í þættinum fyrir viku var talað við Sigríði Jónsdóttur sauðfjárbænda, en hún skorað þá að sauðfjárbændur að fella samningana. Hún sagði þá festa fortíðina í sessi.

Magnús Orri Schram býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Flokkur hefur oft átt bágt, en sennilega aldrei meira en nú. Magnús Orri mætir í þáttinn.

Það gerir einnig sá stjórnmálamaður sem er í hvað einkennilegustu stöðu íslenskra stjórnmálamanna þessa dagana. Katrín Jakobsdóttir mælist hæst í öllum skoðanakönnunum um hvaða manneskju Íslendingar vilja sem næsta forseta Íslands. Katrín vill ekki sækjast eftir embættinu, snýr baki við öllum áskorunum þar um og því mikla fylgi sem hún mælist með og snýr sér að Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Flokknum sem hún veitir formennsku, flokki sem mælist með afar lítið fylgi.

Katrín mætir í viðtal í fyrramálið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í lok þáttar verða komandi forsetakosningar á dagskrá og hlustendum verður gefinn kostur á að hringja inn í þáttinn og ræða komandi forsetaskipti.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: