- Advertisement -

Ísfirðingar vilja hluta af Fiskistofu

Byggðamál „Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að fjölga störfum Fiskistofu á Ísafirði og byggja enn frekar upp starfsemi Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði vegna nálægðar við fiskimið og fiskeldi. Vestfirðir eru sá landshluti þar sem fólksfækkun hefur orðið hvað mest og er nauðsynlegt að grípa til alvöru byggðaaðgerða. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnvöld til að horfa til Vestfjarða þegar flytja á störf út á land til að styrkja stoðir vestfirskrar byggðar,“ segir í ályktun bæjarráðs Ísafjarðar.

Á bb.is segir að bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagni áformum um flutning Fiskistofu út á land. Í ályktun ráðsins segir að vonandi verði þetta til þess að fleiri stofnanir og verkefni á vegum hins opinbera verði flutt á landsbyggðina á næstum misserum. Ráðið bendir á að engin starfsemi Fiskistofu hafi verið á Ísafirði frá áramótum þrátt fyrir fyrirætlanir stjórnvalda að byggja upp starfsemina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: