- Advertisement -

Ráðherra lofaði vissulega samráði

Byggðamál „Við áframhaldandi undirbúning sameiningarinnar verður haft samráð við heimamenn, jafnt starfsmenn sem sveitarstjórnarmenn. Að mati ráðherra er einnig mikilvægt að samráð haldi áfram að sameiningu lokinni,“ þetta er úr svari Kristjáns Þórs Júlíussonar við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttir Framsóknarflokki, en hér spurði Elsa Lára: „Verður heimamönnum í Vesturbyggð boðið að koma að undirbúningi sameiningarinnar og stefnumótun reksturs heilbrigðisþjónustu á Patreksfirði og að hafa áhrif á niðurstöður þeirrar vinnu?“

Elsa Lára spurði ráðherra einnig:  „Hefur ráðherra haft samráð við heimamenn og sveitarstjórnir í Vesturbyggð vegna fyrirhugaðrar sameiningar? Ef ekki, hvenær stendur það til?
Og ráðherra svaraði: „Ráðherra heimsótti Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði 15. nóvember sl. og sat fundi með starfsfólki stofnunarinnar þar sem m.a. voru rædd áform um sameiningu heilbrigðisstofnana í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða. Sama dag átti hann fund með sveitarstjórnum á svæðinu um áformaða sameiningu.“

En hverjar urðu efndirnar?

„Það er aldrei talað við okkur. Og það er alveg sama hvaða ríkisstjórn situr. Það er fullt af góðum stjórnmálamönnum sem vilja vel og hafa góðan hug í öllum þessum málum, en það er aldrei samráð, við erum aldrei spurð hvað okkur þykir best að gera eða skynsamlegast, eða hvort við höfum við hugmyndir um hagræðingu, eða hvort við getum hugsað okkur að taka yfir einhvern rekstur. Við höfum boðist til að taka yfir resktur heilbrigðisstofnunarinnar, okkur hefur ekki einu sinni verið svarað. Samráðið er ekkert og það er mjög sérstakt þar sem við erum stjórnsýslustig númer og ríkisvaldið hefur ekkert samráð við Fjórðungssambandið eða beint við sveitarfélögin. Það á nú ekki að vera flókið,“ sagði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: