- Advertisement -

Ísland og Afríka

…þá verður að segjast eins og að íslenska stjórnkerfið virðist standa Afríkuríkinu langt að baki.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Er ekki rétt að virða Páli Steingrímssyni það til vorkunnar að hann er ekki að skilja umfjöllun Helga Seljan um Samherja. Að öllum líkindum er það vegna þess að yfirmaður Páls, Þorsteinn Már tilkynnti á frægum fundi með starfsmönnum Samherja á Dalvík, að það snerist um árás á starfsfólk Samherja. Það er auðvitað víðs fjarri sannleikanum og sömuleiðis, að forstjóri Samherja hafi orði fórnarlamb meintrar ómenningar í Afríku, eins og sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa látið í veðri vaka. Ekki veit ég hvaða annarlegu hvatir leiðir fólk í þessar skýringar og er rétt að leyfa þeim sem bera þær á borð að skýra þá fordóma nánar.

Málið snýst auðvitað fyrst og fremst mútugreiðslur til erlendra ráðamanna, sem er brot á 109 gr. almennra hegningarlaga.
Ákvæðið kom inn í íslensk lög í kjölfar alþjóðlegra, OECD skuldbindinga, sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir að vanþróuð stjórnkerfi þróunarríkja yrðu ekki fórnarlömb fjársterkra stórfyrirtækja, í sókn þeirra eftir náttúruauðlindum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef borin eru saman viðbrögð namibískra og íslenskra yfirvald, við sókn stórfyrirtækja eftir náttúruauðlindum þjóðanna, þá verður að segjast eins og að íslenska stjórnkerfið virðist standa Afríkuríkinu langt að baki.

Hér er grein Páls sem birt var á Vísi.

https://www.visir.is/g/20201976974d?fbclid=IwAR2C7vfoQcZgyJhJrnQIHKCz2To7WL8MotP_9O_frcutzs39NNG8neo_IPU


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: