- Advertisement -

Ísland, ríki Samherja

Bjarni Benediktsson stimplaði sig eftirminnilega inn í umræðuna, eins og Elín bendir réttilega á.

„Opinberlega hefur verið upplýst að Samherji heldur úti skipulögðum ofsóknum gagnvart uppljóstrurum og fjölmiðlamönnum sem hafa dirfst að benda á þau stórfelldu afbrot sem fyrirtækið er grunað um.

Sjálfur fjármálaráðherra landsins gengur fram fyrir skjöldu og tekur þátt í umræðu um málið þar sem hann ver mjög þá ákvörðun að blaðamennirnir sem staðið hafa í stafni við að upplýsa um Samherjamálið skuli hafa fengið réttarstöðu grunaðra í málinu,“ segir meðal annars í leiðara Fréttablaðsins. Elín Hirst skrifar leiðarann.

Bjarni Benediktsson stimplaði sig eftirminnilega inn í umræðuna, eins og Elín bendir réttilega á.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Elín skrifar einnig: „Háttsett sendinefnd sem hingað kom frá Namibíu í sumar fékk að sögn óboðlegar móttökur í dómsmálaráðuneytinu. Var það dagsformið, skortur á fagmennsku eða var bara verið að senda þau óbeinu skilaboð úr hinu virðulega ráðuneyti að þar væri staðinn vörður um Samherja? Sendinefndin ætti að láta duga að skoða Gullfoss og Geysi,“ segir í leiðaranum. Það var trúðurinn Brynjar Níelsson sem var látinn babla eitthvað til að fæla sendinefndina úr ráðuneytinu.

„Sjálfur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra liggur undir ámæli fyrir að vera ekki faglegur í því sem hann er að gera í þessu máli, heldur gangi hann erinda Samherja. Er Samherji virkilega orðinn svo stórt og valdamikið fyrirtæki að um það gildi önnur lögmál en annað athafnalíf í landinu?

Í þeim byggðarlögum þar sem Samherji hefur tögl og hagldir segja kunnugir að fyrirtækið haldi umræðu og skoðanaskiptum í heljargreipum. Enginn þori að gagnrýna fyrirtækið því það gæti þýtt stöðu- og tekjumissi fyrir viðkomandi eða einhvern úr frændgarðinum. Fólk er óttaslegið og kýs að þegja,“ skrifaði Elín.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: