- Advertisement -

ÍSLAND TILHEYRIR EKKI LENGUR NORRÆNA VELFERÐARMÓDELINU!

Það er ljóst, að misvitrir íslenskir stjórnmálamenn hafa eyðilagt íslenska velferðarkerfið.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Harpa Njáls félagsfræðingur hefur rannsakað íslenska velferðarkerfið langt til baka og sérstaklega hefur hún athugað framfærslumál og fátækt og skrifað bók um fátækt á Íslandi. Hún segir, að eftir breytingar á almannatryggingum og afnám grunnlífeyris 1. jan 2017 tilheyri Ísland ekki lengur norræna velferðarmódelinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég er sammála því. Alls staðar á hinum Norðurlöndunum frá eldri borgarar grunnlífeyri og svo miklar tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga og hér tíðkast þekkjast ekki á hinum Norðurlöndunum. Það var ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sem lagði niður grunnlífeyri eldri borgara 1. jan 2017.

Það er ljóst, að misvitrir íslenskir stjórnmálamenn hafa eyðilagt íslenska velferðarkerfið. Og sú eyðileggingarstarfsemi heldur áfram, m.a. gegn öryrkjum. Harpa Njáls segir að með nýju almannatryggingalögunum sé vegið harkalega að öldruðum.

Harpa Njáls skrifaði grein í Lifðu núna og fjallaði þar m.a um skerðingarnar. Hún fjallaði m.a. um skerðingar vegna þess að ríkið skerðir lífeyri almannatrygginga hjá þeim eldri borgurum, sem fá lífeyri úr lífeyrissjóðum og ríkið tekur einnig skatta af lífeyrinum. Hún kemst að þeirri niðurstöðu, að hlutfall skerðinga í ákveðnu dæmi geti numið 56,9%. Þetta er að sjálfsögðu óboðlegt. Þessum skerðingum verður að linna.

Og eldri borgarar eiga að fá grunnlífeyri á ný. Þeir eru margir hverjir búnir að greiða til trygginganna frá 16 ára aldri. Þeir eiga því rétt á lífeyri frá almannatryggingum. Að mínu mati er það mannréttindabrot að svipta þá lífeyri frá TR. Stjórnvöldum kemur það ekki við þó eldri borgarar fái greiðslur úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðirnir eru prívateign sjóðfélaga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: