- Advertisement -

Íslensk spilling

Sigmundur Ernir Rúnarsson:

Ís­lendingum hefur ekki tekist að nýta náttúru­auð­lindir sínar í þágu sam­fé­lagsins. Það hefur þeim mis­tekist hrapal­lega.

Á­stæðuna má rekja til ein­beitts pólitísks hroka af hálfu stjórn­mála­flokka sem hafa um langt ára­bil séð hag sínum best borgið með því að af­henda sam­eigin­leg verð­mæti þjóðarinnar til út­valinna lands­manna – og það á silfur­fati, stíf­fægðu.

Greiðinn hefur svo verið endur­goldinn með dúsu í kosninga­sjóði.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Engu breytir þótt flokkur, sem ein­hverra hluta vegna kallar sig Vinstri grænan, taki að sér að fram­lengja pólitískt líf þessara afla. Í hálfan ára­tug hefur hann ekki hreyft mót­bárum. Hann lætur sér spillinguna í léttu rúmi liggja.

Svona er á­statt fyrir Ís­landi. Það er spillt þjóð­ríki. Og það hefur ekkert breyst í áranna rás af því að stórum hluta þjóðarinnar er sama um þennan ráða­hag og heldur sömu arð­ræningjunum að völdum frá einni kosningu til annarrar.

Engu breytir þótt flokkur, sem ein­hverra hluta vegna kallar sig Vinstri grænan, taki að sér að fram­lengja pólitískt líf þessara afla. Í hálfan ára­tug hefur hann ekki hreyft mót­bárum. Hann lætur sér spillinguna í léttu rúmi liggja.

Í besta falli er búin til svo fjöl­mennur starfs­hópur um málið að niður­staðan getur aldrei orðið annað en ó­breytt á­stand. Og til þess er leikurinn lík­lega gerður.

Þess vegna heldur spillingin á­fram. Hún er og verður of­viða ís­lenskri pólitík.

Svört skýrsla Ríkis­endur­skoðunar um eftir­lits­leysið og yfir­ganginn í upp­byggingu sjó­kvía­eldis á Ís­landi er enn ein á­minningin um að ís­lenskt stjórn­kerfi hirðir ekki um verk­efni sín. Kerfið kann ekki að stjórna. Eða öllu heldur, því er sama. Þetta má bara reka á reiðanum.

Það er og verður ís­lenska leiðin.

Kappið skal alltaf vera meira en for­sjáin.

Þess vegna hefur sjó­kvía­eldið farið fram úr reglu­verkinu og skilið með­vitundar­laust stjórn­kerfið eftir með jakkann á stól­bakinu. Og eftir að firðirnir hafa fyllst af hverri kvínni af annarri, án þess að náttúran hafi nokkurn tíma mátt njóta vafans, kemur í ljós að eftir­litið með öllu saman er rekið með tapi. Haf­rann­sókna­stofnun þarf að sækja um styrki til að gæta að göslara­ganginum.

Og það er auð­vitað vegna þess að það gleymdist að gera ráð fyrir gjald­tökunni. Enn einu sinni eru náttúru­auð­lindir landsins á út­sölu. Í boði stjórn­valda. Það er pólitísk stefna ráðandi afla.

Niður­staðan er þar af leiðandi gamal­kunnug. Það er með öllu ó­víst hvort sjó­kvía­eldið, hvers arður rennur í fárra manna vasa, og lík­lega röngum megin við lög­söguna, er á endanum þjóð­hags­lega hag­kvæmt.

Á Ís­landi er nefni­lega allt reiknað eftir á. Og niður­staðan kemur alltaf of­boðs­lega á ó­vart. Og birtist lands­mönnum í enn einni svörtu skýrslunni.

Hvað ætli þær séu orðnar margar?

Van­ræksla af hálfu vald­hafa er við­varandi pólitík á Ís­landi.

(Þetta er leiðari Sigmundar Ernis Rúnarssonar í Fréttablaði gærdagsins.)


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: