- Advertisement -

Jóhann komst að þessu um Alþingi í dag

Jóhann Óli Eiðsson blaðamaður varð heldur hissa í dag þegar hann komst að þeirri staðreynd að hjá Alþingi starfa alls 117 einstaklingar. Inni í þeirri tölu eru hvorki þingmenn né starfsfólk þingflokkanna. Jóhann vakti athygli á uppgötvun sinni á Twitter.

Íslenskir þingmenn eru 63 talsins og samkvæmt vef Alþingis eru 27 starfsmenn skráðir sem starfsfólk þeirra flokka sem eiga fulltrúa á þinginu. Samanlagt eru þetta því yfir 200 manns sem eru á launum hjá Alþingi; Starfsfólk þingsins, þingmenn og starfsfólk þingflokkanna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: