- Advertisement -

Kapítalisminn er alræði hinna ríku

Gunnar Smári skrifar:

Í grunninn er kapítalisminn rányrkja, arðrán og misbeiting valds. Kapítalisminn er ekki markaður; markaður var til löngu fyrr. Kapítalisminn er alræði hinna ríku, samfélag þar sem peningar trompa allt, hafa ætíð síðasta orðið. Stofnanir sem þjóna kapítalistum eiga í engum vandræðum með að brjóta lög, hafa alla tíð gert það í þágu húsbænda sinna; kalla það sniðgöngu. Kerfið sjálft er spillt vegna þess að grunnur þess er spilltur; hugmyndin um að sá sem á pening eigi að njóta forréttinda, friðhelgi. En hin fátæki einskis réttar; hann hefur ekki efni á að sækja rétt sinn.

Á meðan þessi er grunnurinn undir samfélagi okkar höfðum við enga ástæðu til að verða hissa yfir umfangi andstyggðar kapítalismans. Þau ykkar sem styðja kapítalismann og telja ófært að byggja upp réttlátt samfélag eruð samsek. Það er ekki fyrr en við höfnum sérréttindum hinna ríku og byggjum upp samfélag þar sem allt fólk er jafnt fyrir lögum og í reynd að við munum búa við réttlæti.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: