- Advertisement -

Karl: Öryrkjar fá ekki minna en aðrir

Alþingi „Aldraðir og öryrkjar fengu þrjú prósent hækkun um síðustu áramót, ekki frá 1. maí, og fá 9,7 prósent til viðbótar núna um áramótin. Því var ekki hægt að greiða atkvæði með tillögu um afturvirkni greiðslna til þessara hópa. Þeir fá ekki minna en aðrir á þessu ári,“ sagði Karl Garðarsson meðal annars á Alþingi í dag.

„Hópur aldraðra og öryrkja getur ekki lifað af þeim lágmarksgreiðslum sem kerfið tryggir þeim í dag. Hin raunverulega kjarabót þeirra felst hins vegar í 300 þús. króna lágmarkslífeyri, engu öðru, allra síst eingreiðslu upp á nokkrar krónur í boði stjórnarandstöðunnar. Minn ágæti félagi, Ásmundur Friðriksson, er því algjörlega á röngu róli í þessu máli. Á umræðunni er helst að skilja að ráðamenn séu vondir menn sem vilji sjúklingum, öldruðum og öryrkjum allt hið versta. Ég þekki ekki nokkurn mann sem styður ekki þessa málaflokka, hvorki innan þings né utan. Maður gæti haldið miðað við umræðuna á samfélagsmiðlum að hér væru ekkert nema illmenni. Svo er auðvitað ekki. Málefni sem tengjast öldruðum og öryrkjum eru ein af stóru málum okkar samtíðar.

 

Karl sagðist ítrekað, innan flokks og utan, viðrað þá skoðun sína að aldraðir og öryrkjar eigi að ná 300 hundruð þúsund króna lágmarksgreiðslu á sama tíma og þorra launamanna verði tryggð þau laun.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: