- Advertisement -

Karlar gera lítið en konur mikið

Umönnun ástvina: Á Norðurlöndum í kringum þrjú prósent. Hér eru það níu prósent.

„Í rannsókn Sigurveigar H. Sigurðardóttur, prófessors við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, kemur fram að þegar karlar verða ellihrumir verður eiginkonan meginumönnunargjafi, eins og svo er kallað, en þegar konur verða ellihrumar veltist umönnun að stóru leyti yfir á börnin og þá aðallega dæturnar, jafnvel þó að eiginmaður sé til staðar. Þetta eru staðreyndir.“

Þannig talaði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þegar rætt var um örorku kvenna og álag við umönnun.

Það var Guðmundur Andri Thorsson sem var upphafsmaður umræðunnar. Hann sagði meðal þetta:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við tölum oft um þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við og vera talin í hópi með; Norðurlandaþjóðirnar, grannþjóðir okkar. En þegar kemur að þessum málum skera Íslendingar sig verulega úr. Í Evrópu almennt eru það um 4% fólks sem hafa á hendi slíka umönnun ástvina sinna en á Norðurlöndum í kringum 3%. Hér eru það 9%. Við megum ekki alhæfa um of og auðvitað eigum við mörg dæmi um karla sem slíkum umönnunarstörfum sinna, ýmist einir eða með konum. En ég held þó að óhætt sé að segja að í flestum tilvikum sé það svo að þessi störf lenda hjá konunum í fjölskyldunum. Eins og áður segir bætist það iðulega við krefjandi störf á vinnumarkaði og það er ekki fjarri lagi að álykta að það sé samhengi á milli þessa álags á konum innan fjölskyldnanna og svo þeirrar staðreyndar að fjölgun örorkulífeyrisþega hér á landi að undanförnu hefur verið að langmestu leyti í hópi kvenna á aldrinum 50 til 60 ár.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: