- Advertisement -

Katrín, er launamunurinn 5 eða 26%?

Gunnar Bragi: „Ég spyr því hæstvirtan forsætisráðherra: Er svarið að launamunurinn sé 5% og 26%, eftir því hvernig mælikvarðarnir eru eða hver reiknar?“

„Ég tek ekki undir það að þær ólíku aðferðir feli endilega í sér misskilning. Við vitum hins vegar að ólíkir mælikvarðar eru notaðir í umræðu um kynbundinn launamun. Hugtakið „óleiðréttur launamunur“ kynjanna — samkvæmt tölum Hagstofunnar var hann 16% árið 2016. Síðan erum við með það sem við köllum „óskýrðan launamun“, sem er þá leiðréttur launamunur kynjanna, sem var 5% árið 2016. Óleiðrétti munurinn, eða munurinn þegar engar leiðréttingar eru gerðar byggist þá á tímakaupi fyrir allar greiddar stundir, en óskýrði munurinn er munurinn sem stendur eftir þegar leiðrétt hefur verið fyrir störfum, menntun, aldri, starfsaldri, mannaforráðum — sem sagt ólíkum störfum.“

Þannig svaraði Katrín Jakobsdóttir spurningum frá Gunnar Bragi spurði hana hvort hún taki undir með Sigríður Á. Andersen um að raunverulegur launamunurinn kynjanna sé fimm prósent, en ekki 26.

Gunnar Bragi hélt áfram: „Ég spyr því hæstvirtan forsætisráðherra: Er svarið að launamunurinn sé 5% og 26%, eftir því hvernig mælikvarðarnir eru eða hver reiknar? Það er mjög mikilvægt að skilaboðin sem er verið að senda, ekki síst frá stjórnvöldum, séu sem líkust í það minnsta, að við séum að bera saman epli og epli en ekki appelsínur og gúrkur eða eitthvað því um líkt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég held því að mikilvægt sé að hæstvirtur forsætisráðherra skeri úr um hvort sá launamunur sem ríkisstjórnin talar um, sem stjórnvöld „presentera“, sem stjórnvöld eru að berjast við sé sá sem kvennafri.is birtir og talar um eða sá sem hæstv. dómsmálaráðherra skrifar um á Facebooksíðu sinni.“

Og hann sagði síðan: „Ég ætla ekki að halda því fram að dómsmálaráðherra hafi rangt fyrir sér eða forsætisráðherra viti ekki hver stefnan er en það væri hins vegar ágætt að fá að vita hver stefnan eða túlkunin er.“

Katrín svaraði: „Stefna stjórnvalda er alveg skýr. Það á að jafna launamun kynjanna. Gildir þá einu hvort við erum að tala um leiðréttan eða óleiðréttan launamun. Það er grundvallarhugsunin í þeirri stefnu sem ég veit að háttvirtur þingmaður er mér algjörlega sammála um og hefur verið góður talsmaður fyrir, að Ísland eigi að skipa sér í fremstu röð þegar kemur að kynjajafnrétti.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: