- Advertisement -

Katrín fagnar / innihaldslausa ræðan

Fyrir síðustu kosningar vakti ein ræða meiri athygli en aðrar. Þessi eina ræða var góð. Mjög góð. Og kröftug. Ræðan góða skilaði sér í mörgum atkvæðum. Þau sem verst voru sett sáu skært ljós við enda hinna dimmu ganga.

Katrín Jakobsdóttir var von þessa fólks. Hún sagði ekki hægt að láta fólk bíða eftir réttlætinu. Frábær ræða. En því miður reyndist ræðan innihaldslaus með öllu. Áfall.

Katrín er í grobbviðtali við Mogga morgundagsins. Dagblað sægreifanna. Þar segir hún meðal annars: „Eins horfi ég á þau stefnu­mál, sem við höf­um lagt mesta áherslu á, og get ekki verið annað en ánægð með ár­ang­ur­inn.“

Kannski er fólk búið að fá nóg. Samt er næsta víst að að mörgu fólki verður brugðið við þá einkunn sem Katrín gefur sjálfri sér eftir samstarfið við hinn harða stálhnefa. Sjálfstæðisflokkinn.

Í forsíðutilvitnun segir í Mogganum: „Núna erum við að sigla inn í síðasta vet­ur kjör­tíma­bils­ins og ég tel að okk­ur hafi auðnast að ná fram meg­in­mark­miði okk­ar um stöðug­leika í stjórn­ar­fari. Eins horfi ég á þau stefnu­mál, sem við höf­um lagt mesta áherslu á, og get ekki verið annað en ánægð með ár­ang­ur­inn. Loks má nefna að rík­is­stjórn­in þurfti fyr­ir­vara­laust að tak­ast á við tröllaukið og al­ger­lega óvænt verk­efni, en ég er ekki í nokkr­um vafa um að þá kom sér vel að við höfðum vandað til verka við rík­is­stjórn­ar­mynd­un­ina og náð sam­an sem mann­eskj­ur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: