- Advertisement -

Katrín og biðin eftir réttlætinu

Er ekki kom­inn tími til, fimm árum eft­ir að eng­inn er beðinn eft­ir að bíða, að for­sæt­is­ráðherra segi það ber­um orðum hvenær biðinni lýk­ur?

Björn Leví Gunnarsson skrifar fína grein í Mogga dagsins.

Stjórn­völd eiga ekki að biðja fá­tækt fólk á Íslandi að bíða eft­ir rétt­læt­inu,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri-grænna, í umræðu um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra árið 2017. Þá í stjórn­ar­and­stöðu ör­stuttu áður en rík­is­stjórn­in sprakk út af upp­r­reist-æru-mál­inu. Í kjöl­far kosn­ing­anna hurfu Viðreisn og Björt framtíð úr rík­is­stjórn og VG og Fram­sókn fóru inn í rík­is­stjórn í staðinn. Flokk­ur­inn sem var áhrifa­vald­ur­inn í upp­reist-æru-mál­inu sat áfram sem fast­ast í rík­is­stjórn. Þau fimm ár síðan þessi orð voru sögð hef­ur Katrín Jak­obs­dótt­ir verið for­sæt­is­ráðherra.

Í ára­móta­ávarpi sínu seg­ir for­sæt­is­ráðherra svo: „Við eig­um í öll­um okk­ar verk­um að stefna að því út­rýma fá­tækt sem er sam­fé­lags­mein sem á ekki að líðast í okk­ar sam­fé­lagi.” Það er því kannski eðli­legt að spyrja hvað hafi breyst á þess­um fimm árum?

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hérna vant­ar árið 2022!

Sam­kvæmt Vel­ferðar­vakt stjórn­valda bjuggu 1,3-3% lands­manna við sára­fá­tækt árið 2016. Ekki bara fá­tækt held­ur sára­fá­tækt. Ekki eru til nýj­ar töl­ur um þetta en Hag­stof­an held­ur utan um töl­fræði vegna skorts á efna­hags­leg­um gæðum. Það er mælt sam­kvæmt stöðlum Eurostat og eiga við fólk sem þrjú atriði af níu atriða lista eiga við: 1. Van­skil vegna fjár­skorts. 2. Hef­ur ekki efni á viku­löngu fríi. 3. Hef­ur ekki efni á nær­ing­ar­ríkri máltíð a.m.k. ann­an hvern dag. 4. Get­ur ekki mætt óvænt­um út­gjöld­um. 5. Hef­ur ekki efni á síma. 6. Hef­ur ekki efni á sjón­varpi. 7. Hef­ur ekki efni á þvotta­vél. 8. Hef­ur ekki efni á hús­hit­un.

Á ár­inu 2017 voru 5,2% fólks á Íslandi sem bjuggu við efn­is­leg­an skort sam­kvæmt þess­um stöðlum og árið 2021 hafði þeim fækkað niður í 3,7%. Ágæt­is­ár­ang­ur í heild­ina litið, er það ekki? Þó að nokkr­ir hóp­ar hafi það hins veg­ar verra á meðan aðrir hafa það betra þá er fá­tækt að finna í öll­um ald­urs­hóp­um. Al­mennt hafa karl­ar það verr en kon­ur og staðan hjá yngra fólki hef­ur versnað en batnað hjá eldra fólki.

En hérna vant­ar árið 2022! Það er mjög mik­il­vægt ár því þá reyndi í fyrsta sinn í lang­an tíma veru­lega á efna­hag margra vegna verðbólgu. Upp­lýs­ing­ar frá stjórn­völd­um sýna líka að ráðstöf­un­ar­tekj­ur minnkuðu um 90 þúsund krón­ur á mann. Staðan gæti því verið allt öðru­vísi en töl­ur Hag­stof­unn­ar gefa til kynna.

Það er því viðeig­andi að spyrja, hversu lengi fólk eigi að bíða fyrst þetta er ólíðandi ástand? Það er nefni­lega ekk­ert í áætl­un­um stjórn­valda um að út­rýma fá­tækt. Það er talað um að fækka börn­um sem búa við fá­tækt og draga úr nei­kvæðum áhrif­um fá­tækt­ar (sem hljóm­ar eins og fá­tækt eigi að vera viðvar­andi). Það er hvergi sagt að „út­rýma fá­tækt” sem sjálf­stæðu mark­miði né að mat verði gert á því hvað þarf til.

Er ekki kom­inn tími til, fimm árum eft­ir að eng­inn er beðinn eft­ir að bíða, að for­sæt­is­ráðherra segi það ber­um orðum hvenær biðinni lýk­ur?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: